Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 15:12 Svona var staðan á gosstöðvunum í gærkvöldi. Sannkölluð sýning fyrir augað. Vísir/Vilhelm Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09
Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40