Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 20:00 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira