„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 01:06 Fjölmargir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarnar vikur. Nýjasta sprungan er um 420 metra norðaustur af upphaflega gígnum sem sjá má á myndinni. Á þeim stað hafa margir virt gosið fyrir sér. Þar er nú sprunga. Vísir/Vilhelm Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira