Fótbolti

Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City

Sindri Sverrisson skrifar
Vinicius Junior fagnar öðru marka sinna gegn Liverpool.
Vinicius Junior fagnar öðru marka sinna gegn Liverpool. Getty/Fran Santiago

Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu.

Brasilíumaðurinn Vinícus Júnior stal senunni í sigri Real Madrid í gær en hann skoraði tvö markanna gegn Liverpool. Fyrsta mark leiksins skoraði hann eftir glæsilega sendingu Toni Kroos fram völlinn, og hann skoraði einnig síðasta mark leiksins, með viðstöðulausu skoti eftir stutta sendingu frá Luka Modric.

Öll mörkin úr leik Real Madrid og Liverpool má sjá hér að neðan í lýsingu Gumma Ben sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Liverpool

Phil Foden kom Manchester City til bjargar gegn Dortmund með sigurmarki á síðustu stundu. Þar með er City yfir í einvíginu fyrir seinni leik liðanna í Þýskalandi á þriðjudaginn.

Afar umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleiknum þegar Jude Bellingham stal boltanum af Ederson, markverði City, og kom honum í netið. Háskaleikur var dæmdur á Bellingham sem annars hefði jafnað metin í 1-1.

Mörkin úr leiknum og atvikið umdeilda, í lýsingu Rikka G, má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Man. City og Dortmund

Tengdar fréttir

Foden hetja Manchester City í tor­sóttum sigri

Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

Real í góðum málum eftir öruggan sigur á Liver­pool

Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og er því í góðum málum fyrir síðari leik einvígisins sem fram fer á Anfield eftir viku.

„Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“

Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×