Sportið í dag: „ÍSÍ kemur sínum skilaboðum aldrei á framfæri“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2021 13:30 Lárus Blöndal er forseti ÍSÍ. stöð 2 sport Strákarnir í Sportinu í dag furða sig á þögn ÍSÍ í tengslum við æfinga- og keppnisbann í íslenskum íþróttum vegna kórónuveirunnar. „Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
„Mér finnst áhyggjuefni hverjir eru í forsvari fyrir ÍSÍ því þeir hafa steinhaldið kjafti í öllu þessu sem hefur verið í gangi,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í dag. „Það er komið rúmt ár og það hefur varla komið nokkur stafur frá regnhlífarsamtökunum, ÍSÍ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er engin bylgja í gangi núna. Það er í góðu lagi að taka í handbremsuna til að stöðva eitthvað því við höfum gert þau mistök að stöðva of seint áður. En það verður að vera hægt að taka úr handbremsunni jafn auðveldlega og taka í hana en það virðist ekki eiga upp á pallborðið.“ Kjartan Atli Kjartansson hefur áhyggjur af því hvaða áhrif stöðugar hamlanir á íþróttastarfi hafa á börn og unglinga. „Ég er að þjálfa tólf ára stelpur sem væru undir eðlilegum kringumstæðum að keppa í úrslitakeppninni í vor en ég veit ekki hvort það gerist. Ef það gerist ekki hafa þær ekki getað keppt almennilega tvö ár í röð. Ég veit þetta hljómar eins og ekki neitt en þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta hjálpar til við að halda krökkum í sportinu og við vitum öll hvaða góðu áhrif íþróttir hafa á börn. Af hverju er ÍSÍ ekki búið að vinna þessa vinnu?“ Henry Birgir kallar eftir aðgerðum af hálfu ÍSÍ og vill að forsvarsmenn sambandsins láti í sér heyra á opinberum vettvangi. „Eða vinna einhverja vinnu, koma fram með einhver rök og einhvern málflutning sem bakkar upp það sem íþróttahreyfingin er kannski að reyna að enduróma. Ég veit að það er mikið talað saman niðri í Laugardal en kemur rosalega sjaldan eitthvað fram um það,“ sagði Henry Birgir. „Það er fundað bak við tjöldin með yfirvöldum en þeir koma sínum skilaboðum aldrei á framfæri og virðast ekki vinna neina grunnvinnu sem skiptir máli.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira