Gular viðvaranir taka gildi austan til síðar í dag þar sem von er á mjög snörpum vindhviðum, allt að 40 metrum á sekúndu. Hefur fólk verið hvatt til að sýna aðgát á ferðalögum og tryggja lausamuni.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að eftir ofankomu næturinnar verður víða bjartviðri eða léttskýjað en þó verður nokkur él norðaustan- og austanlands fram á kvöld. Frost á landinu verður víðast á bilinu núll til átta stig.
Gular viðvaranir taka gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum um miðjan dag í dag og gilda fram á næsta morgun.
Í nótt lægir vestantil en áfram verður nokkur strengur austast á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Norðvestan og vestan 5-10 m/s en 10-18 austast fram eftir degi. Víða léttskýjað en stöku él við vesturströndina. Frost 0 til 7 stig að deginum.
Á laugardag: Suðvestan 5-10 m/s. Dálítil snjókoma eða rigning um landið vestanvert með hita um eða yfir frostmarki, en bjartviðri austantil og frost 0 til 6 stig.
Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt og slydda eða snjókoma sunnan- og vestanlands en annars él. Hiti um frostmark.
Á mánudag: Fremur hæg norðaustlæg átt og léttskýjað en él með norður- og austurströndinni. Hiti 0 til 6 stig að deginum.
Á þriðjudag: Norðaustanátt með snjókomu en þurrt að kalla suðvestantil. Heldur kólnandi.
Á miðvikudag: Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða éljum um landið norðanvert en björtu veðri syðra. Kalt í veðri.