Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2021 09:56 Kolbeinn Óttarsson Proppé tjáir sig einlæglega um prófkjörsugg en rafrænt forval verður haldið um helgina og ræðst þá hvernig raðast á lista VG í Suðurkjördæmi. vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega. „Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira
„Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða ekki.“ Svo hefst pistill sem Kolbeinn birtir á Facebooksíðu sinni nú í morgun: „Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing.“ Harður slagur um efsta sæti á lista Rafrænt forval Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fer fram nú um helgina. Átta gefa kost á sér í fimm efstu sætin í forvali VG í Suðurkjördæmi: Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Róbert Marshall, leiðsögumaður og upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og svo Kolbeinn bjóða sig fram í fyrsta sæti. Ljóst er að hart verður barist um efsta sæti á lista og líkt og Kolbeinn kemur inn á sínum pistli getur enginn gengið að neinu vísu, ekki einu sinni því að Vinstri græn fái þingmann í kjördæminu. Tekur á andlega Kolbeinn segir að hann hafi sem blaðamaður skrifað um þingmenn í prófkjöri, talað við þá sagt af þeim fréttir. En aldrei almennilega skilið hvernig þeim líður. „Auðvitað er fólk líka ólíkt og það hvernig mér líður segir ekki til um hvernig öðrum gerir það. Helst minnir þetta mig á mörg mánaðamótin á Fréttablaðinu eftir hrun, þegar maður mátti alltaf eiga von á því að einhverjum yrði sagt upp. Verð það ég núna?“ Þessi vinna mín er skrýtin, ólík öllum öðrum. Nú um helgina ræðst það hvort ég hafi möguleika á að sinna henni áfram eða...Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Fimmtudagur, 8. apríl 2021 Síðustu vikur og mánuðir hafa verið hektískir, að sögn Kolbeins. Hann segist hafa, eftir að ákvörðun lá fyrir, einsett sér að fara um allt og hitta sem flesta. Kynnast stöðunni og heyra í fólki. Þegar það svo leggst saman við þing- og nefndafundi og aðra fundi fækkar frídögum snarlega. „Þetta tekur furðulega á andlega. Ég nenni ekki að þykjast láta sem þetta hafi engin áhrif, það væri einfaldlega rangt,“ segir Kolbeinn, einlægur á Facebook-síðu sinni.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Sjá meira