Ásta hefur leitað í tíu ár að líffræðilegum föður sínum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 10:56 Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir leitar uppruna síns og óskar eftir aðstoð Íslendinga. Facebook Þegar Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir var 24 ára gömul, fékk hún að vita að hún væri rangfeðruð. Nú lætur hún reyna á mátt samfélagsmiðla í leitinni að líffræðilegum föður sínum. „Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“ Ástin og lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
„Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“
Ástin og lífið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira