Brynjar á Spáni á meðan mælt er gegn ferðalögum Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 11:03 Bræðurnir Guðlaugur og Brynjar Níelssynir í sólinni á Spáni um páskana. Ekkert eldrautt svæði, segir Brynjar, en sóttvarnalæknir lítur á öll lönd heims sem áhættusvæði, nema Grænland. Facebook/Gústaf Níelsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á heimleið í dag frá Spáni, þar sem hann hefur dvalið í tæpar tvær vikur í heimsókn hjá bróður sínum. Sóttvarnalæknir má hafa sína skoðun á því hvort Íslendingar ferðist að nauðsynjalausu til útlanda, segir Brynjar. Þórólfur Guðnason ítrekaði í gær með sérstakri tilkynningu tilmæli sín til Íslendinga um að sleppa nauðsynjalausum ferðalögum til áhættusvæða vegna Covid-19. Hann metur öll lönd heims sem áhættusvæði, nema Grænland. Brynjar segir í samtali við Vísi að ekki sé alltaf alveg ljóst hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Veikindi eru í fjölskyldunni hjá fleiri en einum „þannig að þetta er ekki bara frí,“ segir Brynjar. Vissulega sé þetta þó frí: „Þú getur kallað þetta páskafrí, já.“ Ekki mjög nauðsynleg ferð Brynjar er ásamt Guðlaugi Níelssyni í heimsókn hjá bróður sínum Gústafi, og eiginkonurnar með. Þeir bræður hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar Níelsson hefur sjálfur ekki haft hátt um ferðalag sitt á Facebook, en Gústaf bróðir hans hefur birt reglulegar uppfærslur.Facebook/Gústaf Níelsson „Hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Það er ekki alltaf alveg ljóst,“ segir Brynjar. „Við getum sagt að það var ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt að ég færi í þessa ferð. En það var mikilvægt fyrir bræður mína að ég færi í þessa ferð á meðan ekki væri meiri hætta en þetta. Og ég fer í sóttkví þegar ég kem, þá sé ég ekkert að þessu.“ Brynjar ítrekar að í ljósi veikinda í fjölskyldunni sé fríið ekki með hefðbundnu sniði. „Þetta er svo sem ekki auðvelt, því þú ert með svo mikla sjúklinga í kringum þig, en það er afslappandi að komast aðeins í burtu í hlýrra loftslag. Ég skal viðurkenna það.“ Spurður hvort ferð hans til Spánar brjóti í bága við tilmæli sóttvarnalæknis segir Brynjar: „Hann má hafa sína skoðun á því. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég var ekki að fara í eldrautt land eða á eldrautt svæði. Ég sinni mínum persónulegu sóttvörnum og mun fara í sóttkví þegar ég kem heim.“ Alltaf verið andsnúinn sóttkvíarhótelum Brynjar kemur heim í dag og fer í sóttkví heima hjá sér, enda valkvætt að dvelja á sóttkvíarhóteli þó að einnig mæli heilbrigðisyfirvöld eindregið með því að sú leið sé farin. Þingmaðurinn veit ekki til þess að lagasetning sé væntanleg sem renni stoðum undir skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, þannig að hann er á leið heim til sín. Ef lögunum verður hins vegar breytt, kveðst hann munu hlýða þeim sem endranær. Hann er mótfallinn skyldudvöl á sóttkvíarhótelum, sem er þó ráðstöfun sem komið var á af ráðherrum hans flokks í ríkisstjórn: „Ég tel bara ekki nauðsyn á því. Það er ekkert sem kallar á slíkar íþyngjandi aðgerðir eins og staðan er núna. Ég hef alltaf verið andsnúinn því og þeir vita það.“ Brynjar fór í sína fyrstu sýnatöku í gær og fer í næstu við komuna til landsins í kvöld: „Ég er strax farinn að kvíða henni,“ segir hann, enda verður inngripið að líkindum ekki skárra en í fyrri sýnatökunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. 7. apríl 2021 12:24 Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. 6. apríl 2021 19:20 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Þórólfur Guðnason ítrekaði í gær með sérstakri tilkynningu tilmæli sín til Íslendinga um að sleppa nauðsynjalausum ferðalögum til áhættusvæða vegna Covid-19. Hann metur öll lönd heims sem áhættusvæði, nema Grænland. Brynjar segir í samtali við Vísi að ekki sé alltaf alveg ljóst hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Veikindi eru í fjölskyldunni hjá fleiri en einum „þannig að þetta er ekki bara frí,“ segir Brynjar. Vissulega sé þetta þó frí: „Þú getur kallað þetta páskafrí, já.“ Ekki mjög nauðsynleg ferð Brynjar er ásamt Guðlaugi Níelssyni í heimsókn hjá bróður sínum Gústafi, og eiginkonurnar með. Þeir bræður hafa verið í góðu yfirlæti í golfi og nældu sér meira að segja í íslenskt páskalamb í gegnum tengiliði á meginlandi Evrópu til að grilla á páskadag. Brynjar Níelsson hefur sjálfur ekki haft hátt um ferðalag sitt á Facebook, en Gústaf bróðir hans hefur birt reglulegar uppfærslur.Facebook/Gústaf Níelsson „Hvað er nauðsynjalaust og hvað er nauðsyn. Það er ekki alltaf alveg ljóst,“ segir Brynjar. „Við getum sagt að það var ekki lífsnauðsynlegt eða mjög nauðsynlegt að ég færi í þessa ferð. En það var mikilvægt fyrir bræður mína að ég færi í þessa ferð á meðan ekki væri meiri hætta en þetta. Og ég fer í sóttkví þegar ég kem, þá sé ég ekkert að þessu.“ Brynjar ítrekar að í ljósi veikinda í fjölskyldunni sé fríið ekki með hefðbundnu sniði. „Þetta er svo sem ekki auðvelt, því þú ert með svo mikla sjúklinga í kringum þig, en það er afslappandi að komast aðeins í burtu í hlýrra loftslag. Ég skal viðurkenna það.“ Spurður hvort ferð hans til Spánar brjóti í bága við tilmæli sóttvarnalæknis segir Brynjar: „Hann má hafa sína skoðun á því. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég var ekki að fara í eldrautt land eða á eldrautt svæði. Ég sinni mínum persónulegu sóttvörnum og mun fara í sóttkví þegar ég kem heim.“ Alltaf verið andsnúinn sóttkvíarhótelum Brynjar kemur heim í dag og fer í sóttkví heima hjá sér, enda valkvætt að dvelja á sóttkvíarhóteli þó að einnig mæli heilbrigðisyfirvöld eindregið með því að sú leið sé farin. Þingmaðurinn veit ekki til þess að lagasetning sé væntanleg sem renni stoðum undir skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, þannig að hann er á leið heim til sín. Ef lögunum verður hins vegar breytt, kveðst hann munu hlýða þeim sem endranær. Hann er mótfallinn skyldudvöl á sóttkvíarhótelum, sem er þó ráðstöfun sem komið var á af ráðherrum hans flokks í ríkisstjórn: „Ég tel bara ekki nauðsyn á því. Það er ekkert sem kallar á slíkar íþyngjandi aðgerðir eins og staðan er núna. Ég hef alltaf verið andsnúinn því og þeir vita það.“ Brynjar fór í sína fyrstu sýnatöku í gær og fer í næstu við komuna til landsins í kvöld: „Ég er strax farinn að kvíða henni,“ segir hann, enda verður inngripið að líkindum ekki skárra en í fyrri sýnatökunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. 7. apríl 2021 12:24 Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. 6. apríl 2021 19:20 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Slæmt ef pólitískur ágreiningur ríkir um nauðsynlegar aðgerðir Mál sóttvarnarhótela er nú meðferðar í Landsrétti og von er á niðurstöðu í fyrsta lagi síðdegis í dag. Óeining er um næstu skref innan þingsins en þingmaður Viðreisnar segir skorta upplýsingar um nauðsyn aðgerðanna. 7. apríl 2021 12:24
Afnám harðra sóttvarnaaðgerða gæti dregist á langinn Sóttvarnalæknir segir að harðar sóttvarnaaðgerðir innanlands gætu varað lengur ef ekki verði hægt að skylda alla til að dvelja á sóttvarnahóteli milli tveggja skimana eftir komuna til landsins. 6. apríl 2021 19:20