Væri til í að sjá slakari reglur varðandi veitingastaði á landsbyggðinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 14:32 Halla María Svansdóttir ætlaði að opna kaffihús en fékk svo góð viðbrögð að hún er nú líka með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu og veitingastað. Ísland í dag „Það var aldrei planið að opna veitingastað“ segir Halla María Svansdóttir sem rekur farsæla veitingastaðinn Hjá Höllu á Grindavík sem hefur getið sér gott orð fyrir frábæran og hollan mat. „Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
„Við byrjuðum bara með lítið kaffihús, eða ætluðum bara að vera með það, en svo hefur þetta þróast út í aðeins meira. Erum með veisluþjónustu, fyrirtækjaþjónustu, veitingastað og kaffihús,“ segir Halla um þetta ævintýri. Eva Laufey Kjaran heimsótti Höllu í þættinum Ísland í dag. Eftirspurnin var einfaldlega svo mikil að Halla ákvað að taka áhættuna og fara út í stærri rekstur. „Við höfum reynt að vera með hollan hádegisverðarstað og höfum verið að gera allt frá grunni. Það er það sem er svona okkar sérkenni.“ Fá smit utan höfuðborgarsvæðisins Það kom engin önnur staðsetning til greina en heima í Grindavík. Höllu fannst sárlega vanta kósý stað fyrir fólk að koma saman. „Það er ekki nema 40 mínútur að keyra frá borginni. Við höfum Bláa lónið og svo gosið og margt annað sem við höfum upp á að bjóða hérna í bænum,“ segir Halla sem fær alls ekki bara heimafólk í mat. Halla segir það þó vera mikla áskorun að reka veitingastað á landsbyggðinni og sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldurs. „Alltaf þegar skellur á ný bylgja þá er minna að gera, það er bara svoleiðis. En fólk hefur verið duglegt að taka með sér,“ segir Halla. Hún væri til í að sjá rýmri reglur er varðar veitingastaði, það megi lítið út af bregða í rekstrinum á þessum tímum. Nefnir hún sem dæmi að það myndi hjálpa að rýmka reglur á landsbyggðinni varðandi veitingastaði. „Sérstaklega varðandi hádegistraffík. Það er öðruvísi umgengni hérna yfir hádegistraffík en á kvöldin. Það er setið í styttri tíma og lítið um áfengi og annað svoleiðis. Manni fyndist að það mætti vera aðeins slakari reglur þá.“ Þetta ætti sérstaklega við um landsbyggðina þar sem færri eru á ferðinni. „Það hefur lítið verið um smit annars staðar en í Reykjavík.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Ísland í dag Grindavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira