Ayanna Williams frá Houston í Bandaríkjunum hefur safnað nöglum sínum í tæplega þrjátíu ár og á hún heimsmetið í lengstu nöglum heims sem skráð er í Heimsmetabók Guinness. Neglurnar á fingrum beggja handa voru samanlagt rúmlega 7,3 metrar.
Á dögunum ákvað Ayanna að láta saga neglurnar af sér og var það greinilega tilfinningaþrungin stund eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.