„Veirufrítt samfélag“ bratt, óraunhæft og kostnaðarsamt Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 23:33 Sigríður Andersen telur sóttvarnaaðgerðir geta haft heilsufarsleg áhrif á þjóðina til lengri tíma. Þá sé óraunhæft að stefna að veirufríu samfélagi. Vísir/Vilhelm „Ég er bara eins og aðrir, að lesa um þetta í fréttum af þessum fundi í morgun, þar sem Þórólfur lýsir þessu sem sinni skoðun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um það markmið sóttvarnalæknis að stefna að veirufríu samfélagi. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að markmiðin með sóttvarnaaðgerðum væru nokkuð ljós; stefnan væri sett á veirufrítt samfélag áður en ráðist yrði í tilslakanir. Það sjónarmið væri meðal annars byggt á upplýsingum um breska afbrigðið sem væri í útbreiðslu um alla heimsálfuna. Sigríður lýsti þeirri skoðun sinni í Reykjavík síðdegis í dag að sóttvarnayfirvöld þyrftu að hafa heildarmyndina í huga. Í síðustu viku hefðu bæði forsætisráðherra og ferðamálaskoðun sagt veirufrítt samfélag óraunhæft markmið og hún væri sammála því. „Hann kynnir þetta svona en ég held að það væri áhugavert að heyra hvað þeir sem ætla að sigla þessari skútu segja. Hvort þeir taki undir þetta markmið. Mér finnst þetta bratt markmið, og ég held að það sé algjörlega óraunhæft og ég held að þetta kosti alltof mikið,“ segir Sigríður. „Heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma“ Að hennar mati þurfi að taka fleiri þætti inn í myndina og ekki aðeins líta á aðgerðir út frá „þröngum lýðheilsuvinkli“. Hún skildi þó afstöðu sóttvarnalæknis, sem væri að reyna að stöðva útbreiðslu faraldursins á skilvirkan hátt, en ráðamenn þyrftu að líta til fleiri þátta. „Það hefur auðvitað heilsufarsleg áhrif á alla þjóðina til lengri tíma. Það er ekki víst að allir munu tengja við það eftir tvö ár þegar menn kannski ganga inn á spítalann og hefðu mátt búast við betri þjónustu heldur en þeir fá þá, af því það hefur ekki verið hægt að efla hann með sama hætti og menn höfðu áform um áður en veiran kom.“ Aðspurð hvort hún myndi styðja lagabreytingar til þess að renna stoðum undir þá reglugerð sem var dæmd ólögmæt af Héraðsdómi Reykjavíkur sagðist Sigríður ekki gera það. „Nei, og heilbrigðisráðherra sjálfur hafði ekki hug á því þegar hún lagði sjálf fram frumvarpið. Ef við hefðum samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra óbreytt, þá var þessi lagaheimild ekki til staðar. Hún hefði ekki verið lagagrundvöllur, sú lagabreyting, fyrir þessari reglugerð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent