Griezmann og kona hans Erika Choperena eignuðust soninn Alba í gær, 8. apríl. Fyrir áttu þau tvö börn, á mismunandi aldri, sem einnig eru fædd 8. apríl.
Dóttirin Mia er elst en hún er fædd 2016, þremur mánuðum áður en Griezmann skoraði gegn Íslandi á EM í Frakklandi. Miðjubarnið er svo sonurinn Amaro sem fæddist 2019, þegar pabbi hans var orðinn heimsmeistari.
Antoine Griezmann has become a father for the third time. All of his children were born on the same day:
— ESPN FC (@ESPNFC) April 8, 2021
April 8. 2016
April 8. 2019
April 8. 2021 pic.twitter.com/Ov50F6J3dT
Alba kom í heiminn tveimur dögum fyrir einn mikilvægasta El Clásico leik í áraraðir. Griezmann missti af æfingu Barcelona í gær en samkvæmt spænskum miðlum má búast við því að hann æfi í dag og ferðist með liðinu til Madrid á morgun.
Þegar níu umferðir eru eftir af spænsku deildinni er gamla liðið hans Griezmann, Atlético Madrid, efst með 66 stig, Barcelona er með 65 og Real Madrid 63.