Innlent

Bein út­sending: Mun gervi­greindin breyta öllu?

Eiður Þór Árnason skrifar
Reynt verður að svara því hvað gervigreind getur gert í dag og hvernig hægt er að nýta hana á skynsaman og ábyrgan máta.
Reynt verður að svara því hvað gervigreind getur gert í dag og hvernig hægt er að nýta hana á skynsaman og ábyrgan máta. HR

Ólafur Andri Ragnarsson, Yngvi Björnsson, Hannes Högni Vilhjálmsson og Kristinn R. Þórisson, munu ræða um gervigreind, hvað þeir eru að vinna við og hvernig þeir spá fyrir um þróunina næstu árin á fyrirlestri Háskólans í Reykjavík.

Viðburðurinn hefst klukkan 12 og er sá þriðji í fyrirlestraröð Tölvunarfræðideild HR og Vísindafélag Íslands um gervigreind. Fylgjast má með viðburðinum í spilaranum hér fyrir neðan. 

„Talsvert hefur verið rætt um gervigreind og áhrif hennar á daglegt líf okkar og störf. Dregnar hafa verið upp sviðsmyndir þar sem þessi tækni er sögð vera orðin svo öflug að hún geti leyst flest sem maðurinn gerir í dag og þannig valdið miklu atvinnuleysi. 

Gervigreindin muni skrifa fréttir, taka viðtöl, framleiða tölvuleiki, búa til kvikmyndir - og það með hvaða leikara sem er. Einnig að hún muni fara inn í öll okkar tæki og gera okkur kleift að geta talað við öll tækin í umhverfi okkar. Hún komi til með að stjórna verksmiðjum, róbotum, drónum og bílum. Svo mun gervigreindin búa til enn betri gervigreind og á endanum stjórna öllu.

Ótal sögur í þessa veru hafa verið sagðar, en er þetta raunhæft? Hvað getur gervigreind gert í dag og hvernig nýtum við hana á skynsaman og ábyrgan máta?“ 


Tengdar fréttir

Bein útsending: Gervigreind og gervital

Jón Guðnason, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður Mál- og raddtæknistofu, heldur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og stendur í um klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×