Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 16:55 Ísland fær alls um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. Fram að þessu hafði bóluefnið einungis verið í boði fyrir 70 ára og eldri hér á landi eftir að notkun þess hófst á ný í lok mars. Hlé var um tíma gert á bólusetningu með efninu á meðan hugsanlegar aukaverkanir voru rannsakaðar. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) tilkynnti á dögunum að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca en flest tilfellin hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára. EMA hefur þó gefið út að ávinningur notkunar bóluefnisins sé meiri en áhættan. Fram kemur á vef landlæknis að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fengið álit sérfræðinga í blóðstorkuvandamálum á Landspítala varðandi þá hópa sem frekar ætti að gefa mRNA bóluefni á borð við þau frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Verður eftirfarandi hópum boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca: Konur undir 55 ára (vegna aukinnar grunnáhættu yngri kvenna á blóðtappamyndun í heilaæðum umfram karla) Einstaklingar með fyrri sögu um blóðtappa í bláæðum án þekktra áhættuþátta (sjálfsprottna bláæðasega), hvort sem þeir eru á blóðþynnandi lyfjum eða ekki Einstaklingar með undirliggjandi mikið aukna hættu á bláæðasegum svo sem sjúklingar með beinmergsfrumuaukningu á borð við langvinnt mergfrumuhvítblæði, frumkomið rauðkornablæði, sjálfvakið blóðflagnablæði og frumkomin beinmergstrefjun – þar með taldir sjúklingar með JAK2 stökkbreytingar með PNH (köstótt næturblóðrauðamiga) með lupus anticoagulant/antiphospholipid syndrome, það er sjúklingar með sjálfsmótefni sem auka hættu á bláæðasegum á lenalidomid meðferð við beinmergsmeinum Einstaklingar sem þetta á við um verða merktir sérstaklega í bólusetningakerfinu og ættu að fá boð í mRNA bólusetningu en ekki bóluefni AstraZeneca þegar kemur að bólusetningu þeirra. Stefnt er að því að ljúka merkingunni fyrir lok apríl, að sögn sóttvarnalæknis. Fram kemur á vef landlæknis að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa og hafa nú þegar afþakkað boð í bólusetningu eða ekki mætt eigi von á að fá nýtt boð eftir það og þá í mRNA bóluefni. Evrópska lyfjastofnunin hefur lagt áherslu á að tilvik blóðtappa eftir bólusetningu séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu er sögð þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum þar sem bóluefnið komi í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Samkvæmt rannsóknum er fólk í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42 Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Fram að þessu hafði bóluefnið einungis verið í boði fyrir 70 ára og eldri hér á landi eftir að notkun þess hófst á ný í lok mars. Hlé var um tíma gert á bólusetningu með efninu á meðan hugsanlegar aukaverkanir voru rannsakaðar. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) tilkynnti á dögunum að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca en flest tilfellin hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára. EMA hefur þó gefið út að ávinningur notkunar bóluefnisins sé meiri en áhættan. Fram kemur á vef landlæknis að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fengið álit sérfræðinga í blóðstorkuvandamálum á Landspítala varðandi þá hópa sem frekar ætti að gefa mRNA bóluefni á borð við þau frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Verður eftirfarandi hópum boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca: Konur undir 55 ára (vegna aukinnar grunnáhættu yngri kvenna á blóðtappamyndun í heilaæðum umfram karla) Einstaklingar með fyrri sögu um blóðtappa í bláæðum án þekktra áhættuþátta (sjálfsprottna bláæðasega), hvort sem þeir eru á blóðþynnandi lyfjum eða ekki Einstaklingar með undirliggjandi mikið aukna hættu á bláæðasegum svo sem sjúklingar með beinmergsfrumuaukningu á borð við langvinnt mergfrumuhvítblæði, frumkomið rauðkornablæði, sjálfvakið blóðflagnablæði og frumkomin beinmergstrefjun – þar með taldir sjúklingar með JAK2 stökkbreytingar með PNH (köstótt næturblóðrauðamiga) með lupus anticoagulant/antiphospholipid syndrome, það er sjúklingar með sjálfsmótefni sem auka hættu á bláæðasegum á lenalidomid meðferð við beinmergsmeinum Einstaklingar sem þetta á við um verða merktir sérstaklega í bólusetningakerfinu og ættu að fá boð í mRNA bólusetningu en ekki bóluefni AstraZeneca þegar kemur að bólusetningu þeirra. Stefnt er að því að ljúka merkingunni fyrir lok apríl, að sögn sóttvarnalæknis. Fram kemur á vef landlæknis að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa og hafa nú þegar afþakkað boð í bólusetningu eða ekki mætt eigi von á að fá nýtt boð eftir það og þá í mRNA bóluefni. Evrópska lyfjastofnunin hefur lagt áherslu á að tilvik blóðtappa eftir bólusetningu séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu er sögð þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum þar sem bóluefnið komi í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Samkvæmt rannsóknum er fólk í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42 Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42
Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50
Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05