Enn ein sprungan opnaðist í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 07:13 Bjarminn af eldgosinu á Reykjanesi yfir Garðabæ í nótt. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að vakt hennar hafi orðið sprungunnar vör um eða upp úr klukkan þrjú í nótt. Við sjónrænt mat af vefmyndavélum virðist megin hrauntaumurinn sameinast hraunflæði sem rennur í Geldingadali úr norðri. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir Vísi að fyrstu vísbendingar um nýju sprunguna hafi sést á vefmyndavél mbl.is á milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Erfitt var að staðfesta í fyrstu hvort að ný sprunga hefði opnast eða breytingar hafi orðið á hraunflæði. Þegar líða tók á morguninn fór þó ekki á milli mála að ný sprunga hefði opnast. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni frá sprungunum sem voru fyrir. Rauðu punktarnir á kortinu tákna gosstöðvarnar sem hafa verið opnar. Syðst er upphaflegi gosstaðurinn í Geldingadölum, í miðjunni er sprunga sem opnaðist á aðfaranótt miðvikudags og nyrst er sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska. Nýja sprungan liggur á milli þeirri tveggja síðarnefndu.Veðurstofa Íslands Sprungan opnaðist á svæði þar sem varað hefur verið við að nýjar gossprungur gætu opnast fyrirvaralaust. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gærkvöldi var sérstaklega varað við þessu hættusvæði. Ekki liggur enn fyrir hvort að virkni eldgossins hafi breyst við það að ný sprunga opnaðist. Til þess að skera úr um það þarf að meta hraunflæðið úr lofti. Einar segir að af vefmyndavélum að dæma virðist áfram virkni í öllum gígum sem voru fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að vakt hennar hafi orðið sprungunnar vör um eða upp úr klukkan þrjú í nótt. Við sjónrænt mat af vefmyndavélum virðist megin hrauntaumurinn sameinast hraunflæði sem rennur í Geldingadali úr norðri. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir Vísi að fyrstu vísbendingar um nýju sprunguna hafi sést á vefmyndavél mbl.is á milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Erfitt var að staðfesta í fyrstu hvort að ný sprunga hefði opnast eða breytingar hafi orðið á hraunflæði. Þegar líða tók á morguninn fór þó ekki á milli mála að ný sprunga hefði opnast. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni frá sprungunum sem voru fyrir. Rauðu punktarnir á kortinu tákna gosstöðvarnar sem hafa verið opnar. Syðst er upphaflegi gosstaðurinn í Geldingadölum, í miðjunni er sprunga sem opnaðist á aðfaranótt miðvikudags og nyrst er sprunga sem opnaðist á öðrum degi páska. Nýja sprungan liggur á milli þeirri tveggja síðarnefndu.Veðurstofa Íslands Sprungan opnaðist á svæði þar sem varað hefur verið við að nýjar gossprungur gætu opnast fyrirvaralaust. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gærkvöldi var sérstaklega varað við þessu hættusvæði. Ekki liggur enn fyrir hvort að virkni eldgossins hafi breyst við það að ný sprunga opnaðist. Til þess að skera úr um það þarf að meta hraunflæðið úr lofti. Einar segir að af vefmyndavélum að dæma virðist áfram virkni í öllum gígum sem voru fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira