Níu hundruð manns bólusettir á Selfossi í gær og í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 12:23 Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss, sem stýrir vinnunni við bólusetningarnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana. Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Árgangarnir sem fengu bólusetningu í gær og í dag eru fæddir 1948, 1949, 1950 og 1951, ásamt öllum 70 ára og eldri, sem gátu ekki mætt í bólusetningu á þeim tíma sem þeir voru boðaðir. Einnig er unnið að bólusetningum í öðrum forgangshópnum. Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfoss stýrir vinnunni við bólusetningarnar, sem fara fram í Vallaskóla á Selfossi. „Við erum að klára núna um helgina 70 ára og eldri og eru núna að fara að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru næstir hjá okkur, þannig að þetta gengur alveg glimrandi vel,“ segir Margrét. Er ekki fólk ánægt þegar sprautan er komin? „Jú, mjög ánægt, það eru allir mjög ánægðir að fá loksins sprautuna." Margrét segir að það séu um 25 starfsmenn frá heilsugæslustöðvunum sem vinna í kringum blöndum efnisins og við að sprauta fólk, auki ýmissar pappírsvinnu. „Það er mjög mikið álag, það fer rosalega mikið í þessar bólusetningar og svo erum við náttúrulega að sinna sýnatökum líka, þannig að þetta er mjög mikið álag, og líka mikið af símtölum, þannig að maður hugsar, hvað gerðum við áður en þetta kom,“ segir Margrét. Nú hefur heyrst smá gagnrýni að það gangi illa að bólusetja á Selfossi, þið séuð á eftir öðrum, er það rétt eða rangt? „Ég myndi segja að það væri rangt, það gengur sama yfir alla“. Margrét og hennar starfsfólk hefur meira en nóg að gera við bólusetningar og allt í kringum þær.Heimaíða HSu Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er mjög ánægð með hvað bólusetningar ganga vel á Suðurlandi og hvað starfsfólk stendur til sig vel. „Þetta gengur mjög vel, fólk bara mætir um leið og það fær boðun og við bólusetjum um leið og efnið kemur til okkar. Ég er gríðarlega ánægð með fólkið mitt, það stendur sig frábærlega og við erum bara mjög stolt að vera með svona öflugt heilbrigðisteymi á Suðurlandi,“ segir Díana.
Hveragerði Ölfus Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira