Segir misskilnings gæta um björgunarsveitartjaldið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2021 16:08 Björgunarsveitarmenn í Þorbirni tóku niður tjaldið á mettíma eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli á mánudaginn. Tjaldið er nú í geymslu í Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn Otti Rafn Sigmarsson, liðsmaður í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, segir ekki rétt að björgunarsveitartjald við eldstöðvarnar á Reykjanesi hafi staðið þar sem nú hefur myndast ný sprunga. Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að tjaldið hafi verið tekið niður í kjölfar þess að sprunga myndaðist á gossvæðinu annan í páskum. Það er rétt, en Otti segir hins vegar að hægt væri að tjalda tjaldinu á sama stað og það stóð áður. Björgunarsveitin hafi vitað af því að sprunga gæti opnast á svæðinu. Áður hafði verið greint frá því að tjaldið hefði staðið þar sem enn önnur sprunga opnaðist svo. Það segir Otti ekki rétt. „Við settum tjaldið upp á þannig stað að við tókum mið af hvar sprungan væri, hvar væri best að tjalda, besta aðgengi fyrir björgunarfólk og svo framvegis,“ segir Otti í samtali við fréttastofu. Þegar sprungan hafi svo opnast á annan í páskum, síðastliðinn mánudag, hafi verið ákveðið að taka tjaldið niður til þess að endurmeta stöðuna. Það hafi hins vegar ekki verið í neinni hættu. Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. „Það sem gerist svo, þegar við erum búnir að taka niður tjaldið, þá opnast þriðja sprungan og svo sú fjórða, en ef mig langaði þá gæti ég farið á sama stað og tjaldið var og sett það upp á nákvæmlega sama stað,“ segir Otti. Hann áréttar þá að ekkert björgunarsveitarfólk hafi verið með fasta viðveru í tjaldinu. Um hafi verið að ræða stöð þar sem búnaður björgunarfólks var geymdur, ekki eins konar bækistöð björgunarfólks á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að tjaldið hafi verið tekið niður í kjölfar þess að sprunga myndaðist á gossvæðinu annan í páskum. Það er rétt, en Otti segir hins vegar að hægt væri að tjalda tjaldinu á sama stað og það stóð áður. Björgunarsveitin hafi vitað af því að sprunga gæti opnast á svæðinu. Áður hafði verið greint frá því að tjaldið hefði staðið þar sem enn önnur sprunga opnaðist svo. Það segir Otti ekki rétt. „Við settum tjaldið upp á þannig stað að við tókum mið af hvar sprungan væri, hvar væri best að tjalda, besta aðgengi fyrir björgunarfólk og svo framvegis,“ segir Otti í samtali við fréttastofu. Þegar sprungan hafi svo opnast á annan í páskum, síðastliðinn mánudag, hafi verið ákveðið að taka tjaldið niður til þess að endurmeta stöðuna. Það hafi hins vegar ekki verið í neinni hættu. Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. „Það sem gerist svo, þegar við erum búnir að taka niður tjaldið, þá opnast þriðja sprungan og svo sú fjórða, en ef mig langaði þá gæti ég farið á sama stað og tjaldið var og sett það upp á nákvæmlega sama stað,“ segir Otti. Hann áréttar þá að ekkert björgunarsveitarfólk hafi verið með fasta viðveru í tjaldinu. Um hafi verið að ræða stöð þar sem búnaður björgunarfólks var geymdur, ekki eins konar bækistöð björgunarfólks á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27