Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira