Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2021 12:09 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. VILHELM GUNNARSSON. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vongóður um að við séum að sjá til lands í baráttunni við faraldurinn innanlands. Það geti þó breyst ef eitthvað óvænt gerist. „Ég held það að ef við hefðum ekki beitt þessum hörðu aðgerðum fyrir 2-3 vikum síðan þá hefðum við klárlega í mínum huga séð miklu meiri útbreiðslu en ég bind miklar vonir við það að í lok þessarar viku, þegar þessar þrjár vikur eru liðnar, og ný reglugerð þarf að taka við að þá getum við farið að slaka á og við höfum gert það. Það má ekki gleyma því það er ekki eins og við séum búin að vera með „lockdown“ allan tímann,“ sagði Þórólfur Guðnason, í þættinum Sprengisandi í morgun. Áhyggjuefni komi margt fólk til landsins utan Schengen Þórólfur hefur haft áhyggjur af fyrirkomulagi vottorða hjá þeim sem koma hingað til lands utan Schengen. „Ég hef í minnisblaði varað við því og sagt að mér finnst svolítið bratt í þetta farið og lagði til í minnisblaði að vottorð utan Schengen yrðu í byrjun einungis tekin gild frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Það var ekki farið eftir því þar sem það var ekki talið lagalega framkvæmanlegt að gera það,“ sagði Þórólfur. „Þannig að jú mér finnst svolítið bratt farið í þetta og þá er ég að hugsa um að opna landamærin því við erum með tiltölulega viðamiklar aðgerðir í gangi sem kosta mikinn mannafla og mikla vinnu og ef við förum að fá mjög mikið af fólki hingað inn þá gæti það gerst að við gætum bara ekki ráðið við það. Við gætum ekki staðið við allar þessar skuldbindingar, allar þessar aðgerðir og það er það sem ég var aðallega smeykur við.“ Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í gagnið. Þórólfur segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast fyrirkomulagið mikils mannafla. „Síðan er þetta náttúrulega spurningin, ef það kemur í ljós að kerfið bara ræður ekki við þetta þá hef ég sagt líka við stjórnvöld að við verðum að vera undir það búin að skoða það hvort við getum takmarkað fjölda fólk sem kemur hingað til lands. Getum við sett einhver mörk á það? Ég er svo sem ekki búinn að fá svör við því en við verðum að skoða þetta úr frá öllum hliðum,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust innanlands í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einn greindist með veiruna á landamærunum og er óvíst hvort sá hafi verið með mótefni. Ekki tekist að rekja skólasmitið í Laugardal Þórólfur segir skóalsmitið í Laugarnesskóla enn órakið. Vitið þið hvaðan það kom? „Nei við vitum hvaða Íslendingur það var sem kom með þetta fyrst og raðgreiningin segir okkur það. Við vitum ekki hvernig þetta komst inn í gegnum landamærin. Við höfum ekki greint það afbrigði á landamærunum en það eru náttúrulega fullt af götum þar sem þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur. „Þetta er í raun og veru eina stóra hópsmitið sem við höfum ekki getað rakið til landamæranna. Allar hinar hópsýkingarnar og þær hafa verið nokkrar, getum við rakið til landamæranna, getum við rakið til einstaklinga sem héldu ekki sóttkví eða einangrun. En ekki skólasmitið, nei við vitum ekki hvernig það komst inn í landið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sprengisandur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vongóður um að við séum að sjá til lands í baráttunni við faraldurinn innanlands. Það geti þó breyst ef eitthvað óvænt gerist. „Ég held það að ef við hefðum ekki beitt þessum hörðu aðgerðum fyrir 2-3 vikum síðan þá hefðum við klárlega í mínum huga séð miklu meiri útbreiðslu en ég bind miklar vonir við það að í lok þessarar viku, þegar þessar þrjár vikur eru liðnar, og ný reglugerð þarf að taka við að þá getum við farið að slaka á og við höfum gert það. Það má ekki gleyma því það er ekki eins og við séum búin að vera með „lockdown“ allan tímann,“ sagði Þórólfur Guðnason, í þættinum Sprengisandi í morgun. Áhyggjuefni komi margt fólk til landsins utan Schengen Þórólfur hefur haft áhyggjur af fyrirkomulagi vottorða hjá þeim sem koma hingað til lands utan Schengen. „Ég hef í minnisblaði varað við því og sagt að mér finnst svolítið bratt í þetta farið og lagði til í minnisblaði að vottorð utan Schengen yrðu í byrjun einungis tekin gild frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Það var ekki farið eftir því þar sem það var ekki talið lagalega framkvæmanlegt að gera það,“ sagði Þórólfur. „Þannig að jú mér finnst svolítið bratt farið í þetta og þá er ég að hugsa um að opna landamærin því við erum með tiltölulega viðamiklar aðgerðir í gangi sem kosta mikinn mannafla og mikla vinnu og ef við förum að fá mjög mikið af fólki hingað inn þá gæti það gerst að við gætum bara ekki ráðið við það. Við gætum ekki staðið við allar þessar skuldbindingar, allar þessar aðgerðir og það er það sem ég var aðallega smeykur við.“ Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún er orðið fullt og er nú unnið að því að taka Hótel Baron við Barónsstíg í gagnið. Þórólfur segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast fyrirkomulagið mikils mannafla. „Síðan er þetta náttúrulega spurningin, ef það kemur í ljós að kerfið bara ræður ekki við þetta þá hef ég sagt líka við stjórnvöld að við verðum að vera undir það búin að skoða það hvort við getum takmarkað fjölda fólk sem kemur hingað til lands. Getum við sett einhver mörk á það? Ég er svo sem ekki búinn að fá svör við því en við verðum að skoða þetta úr frá öllum hliðum,“ sagði Þórólfur. Tveir greindust innanlands í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einn greindist með veiruna á landamærunum og er óvíst hvort sá hafi verið með mótefni. Ekki tekist að rekja skólasmitið í Laugardal Þórólfur segir skóalsmitið í Laugarnesskóla enn órakið. Vitið þið hvaðan það kom? „Nei við vitum hvaða Íslendingur það var sem kom með þetta fyrst og raðgreiningin segir okkur það. Við vitum ekki hvernig þetta komst inn í gegnum landamærin. Við höfum ekki greint það afbrigði á landamærunum en það eru náttúrulega fullt af götum þar sem þetta getur gerst,“ sagði Þórólfur. „Þetta er í raun og veru eina stóra hópsmitið sem við höfum ekki getað rakið til landamæranna. Allar hinar hópsýkingarnar og þær hafa verið nokkrar, getum við rakið til landamæranna, getum við rakið til einstaklinga sem héldu ekki sóttkví eða einangrun. En ekki skólasmitið, nei við vitum ekki hvernig það komst inn í landið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sprengisandur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira