Skilar tillögum í dag: Býst við svipuðum takti og eftir þriðju bylgju Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 11:22 Þórólfur vinnur í tillögum sem hann ætlar að skila heilbrigðisráðherra í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur í dag lokahönd á minnisblað til heilbrigðisráðherra, þar sem hann setur fram sínar tillögur um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum, 15. apríl. Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Í minnisblaðinu eru lagðar til tilslakanir. Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að minnisblaðið sé svo til tilbúið. „Ég býst við að ég skili því í dag,“ segir hann. Sérðu fyrir þér einhverjar tilslakanir? „Ég geri það nú.“ Spurður hvernig megi sjá fyrir sér framhaldið segir hann að byggt verði á því hvernig farið var út úr þriðju bylgju faraldursins. Sama leið og eftir þriðju bylgju „Ég held að við séum að horfa til þess sem við höfum gert áður og hvað hefur skilað árangri og hvað ekki. Við horfum til þess hvernig við komum okkur út úr þriðju bylgju,“ segir Þórólfur. Þriðja bylgja var töluvert umfangsmeiri en sá faraldur sem geisað hefur innanlands undanfarið. Hárgreiðslustofur lokuðu til að mynda ekki nú í fjórðu bylgju, þannig að þær verða ekki fyrstar til að opna í tilslökununum núna. Aðgerðir vegna þriðju bylgju tóku fyrst gildi í byrjun október en voru hertar í lok sama mánuðar. Um miðjan nóvember voru smávægilegar breytingar gerðar á sóttvarnaráðstöfunum hjá börnum og hárgreiðslustofur voru opnaðar í tæka tíð fyrir jólin. Það var ekki fyrr en 10. desember sem sundlaugar voru opnaðar fyrir 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda staðanna og þá voru afgreiðslutímar veitingastaða og bara einnig lengdir. Mánuði síðar, 13. janúar, voru líkamsræktarstöðvar opnaðar. Sviðslistir gátu einnig hafist aftur með takmörkunum og íþróttakeppnir án áhorfenda. Í þriðju bylgju voru skemmtistaðir, krár og spilasalir ekki leyfðir fyrr en 8. febrúar, eftir að hafa haft lokað frá því í upphafi október. „Það verður eins og áður, að sumum finnst of harkalega farið en öðrum of hratt farið, og þannig hefur það verið,“ segir Þórólfur um þær tilslakanir sem taka gildi á fimmtudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15 Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Stjórnvöld gætu gert áætlun um afléttingu takmarkana samhliða bólusetningu Sóttvarnalæknir segir ekkert því til fyrirstöðu að stjórnvöld birti áætlun um afléttingu samfélagslegra takmarkana samhliða bólusetningu landsmanna. Hann bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. 11. apríl 2021 18:15
Bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að hugsa þurfi út í aðrar leiðir, ráði kerfið ekki við fyrirkomulag sóttkvíarhótela. Dýrt sé að hafa eftirlit með fólki og þarfnast skipulagið mikils mannafla. 11. apríl 2021 12:09