Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 10:00 Thomas Müller og félagar skoruðu tvö mörk í fyrri leiknum gegn PSG en fengu aragrúa færa til viðbótar. EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2. Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Bæjarar óðu í færum í fyrri leiknum og áttu 31 skottilraun. Þeir spyrja sig eflaust hver staðan væri í einvíginu ef Roberts Lewandowski nyti við en hann verður áfram frá keppni vegna meiðsla í kvöld. „Við verðum ánægðir ef við fáum sama fjölda af færum aftur. Í þetta skiptið náum við vonandi að nýta þau betur,“ sagði Thomas Müller á blaðamannafundi í gær. Müller segir Bæjara ætla að nýta sér það að leikmenn PSG óttist að missa forskotið sem þeir náðu í Þýskalandi. „Það er mannlegt eðli og við viljum nýta okkur það.“ Meiðsli hafa hrjáð leikmenn Bayern og Müller grínaðist með það á samfélagsmiðlum að Arjen Robben ætti að koma með til Parísar. Robben var að jafna sig af meiðslum, en er auðvitað ekki lengur leikmaður Bayern heldur Groningen heima í Hollandi. Thomas Müller skrifaði athugasemd við Instagram-færslu Arjen Robben og grínaðist með að hann ætti að koma með til Parísar. Serge Gnabry, Douglas Costa, Niklas Süle og Corentin Tolisso missa allir af leiknum. Evrópumeistararnir hafa aftur á móti endurheimt Lucas Hernandez og Leon Goretzka og ætti Hernandez að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Kingsley Coman fékk líka grænt ljós þrátt fyrir högg á hnéð í jafnteflinu við Union Berlín um helgina. Meiðsli gætu einnig sett strik í reikninginn hjá PSG þar sem fyrirliðinn Marquinhos meiddist í fyrri leiknum. Pochettino sagði í gær að Marquinhos yrði líklega í hópnum í kvöld „en ég held að hann muni ekki byrja leikinn.“ Þá eru Marco Verratti og Alessandro Florenzi byrjaðir að æfa aftur eftir að hafa fengið kórónuveiruna og verið í einangrun í tíu daga, og því misst af fyrri leik liðanna. Kylian Mbappé gerði gæfumuninn fyrir PSG með tveimur mörkum í fyrri leiknum.EPA/LUKAS BARTH-TUTTAS Pochettino gerir sér fulla grein fyrir því hve mikið afrek það yrði að slá út Bayern, liðið sem PSG tapaði fyrir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. „Að mínu mati getur allt gerst. Bayern er þessa stundina besta lið í heimi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir félaginu. Að sama skapi höfum við fulla trú á okkar styrkleikum og við vitum að við verðum að fara í þennan leik með það í huga að vinna hann,“ sagði Pochettino. Leikur PSG og Bayern er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 í kvöld, og leikur Chelsea og Porto á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir hefjast kl. 19 en upphitun hefst kl. 18.15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira