Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2021 14:02 Söngkonan Grimes fer sína eigin leiðir en í gær lét hún húðflúra allt bak sitt með hvítu bleki. Instagram/Getty Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun. Fólki hefur reynst erfitt að lesa í stíl hennar sem er oft á tíðum mjög listrænn og öfgafullur en hefur henni stundum verið líkt við söngkonuna Björk. Í gær birti Grimes mynd af beru baki sínu á Instagram þar sem fölbleik klór-ör ná yfir allt bak hennar. View this post on Instagram A post shared by (@grimes) Undir myndinni greinir hún frá því að húðflúrið hafi verið gert með hvítu bleki og segir Grimes að línurnar, sem nú eru fölbleikar og aðeins þrútnar, muni hvítna með tímanum og þá líta út eins og „falleg ör eftir geimverur“ (e. alien scars). Grimes og Elon Musk eignuðust sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári síðan og voru frumlegheitin hvergi fjarri þegar kom að því að velja nafn á barnið en drengurinn var skírður X Æ A-12 Musk. Barnið er fyrsta barn Grimes, 32 ára, og sjötta barn Elon Musk, 48 ára. View this post on Instagram A post shared by (@grimes) Þó Grimes fari ótroðnar slóðir á flestum sviðum vakti hún fyrst athygli fyrir framsækni í tónlist. Fyrir um ári síðan kom út platan Miss Anthropocene, hennar fimmta í fullri lengd. Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Violence af téðri plötu. Listakonan kemur víða við en hér má sjá myndir sem hún birti í tengslum við útgáfu litabókar annars vegar og tískubókar hins vegar. View this post on Instagram A post shared by (@grimes) View this post on Instagram A post shared by (@grimes) Húðflúr Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Elon Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. 6. maí 2020 09:05 Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene Von er á plötu frá tónlistarkonunni tilraunaglöðu. 20. mars 2019 11:18 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Fólki hefur reynst erfitt að lesa í stíl hennar sem er oft á tíðum mjög listrænn og öfgafullur en hefur henni stundum verið líkt við söngkonuna Björk. Í gær birti Grimes mynd af beru baki sínu á Instagram þar sem fölbleik klór-ör ná yfir allt bak hennar. View this post on Instagram A post shared by (@grimes) Undir myndinni greinir hún frá því að húðflúrið hafi verið gert með hvítu bleki og segir Grimes að línurnar, sem nú eru fölbleikar og aðeins þrútnar, muni hvítna með tímanum og þá líta út eins og „falleg ör eftir geimverur“ (e. alien scars). Grimes og Elon Musk eignuðust sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári síðan og voru frumlegheitin hvergi fjarri þegar kom að því að velja nafn á barnið en drengurinn var skírður X Æ A-12 Musk. Barnið er fyrsta barn Grimes, 32 ára, og sjötta barn Elon Musk, 48 ára. View this post on Instagram A post shared by (@grimes) Þó Grimes fari ótroðnar slóðir á flestum sviðum vakti hún fyrst athygli fyrir framsækni í tónlist. Fyrir um ári síðan kom út platan Miss Anthropocene, hennar fimmta í fullri lengd. Hér að neðan má sjá myndband fyrir lagið Violence af téðri plötu. Listakonan kemur víða við en hér má sjá myndir sem hún birti í tengslum við útgáfu litabókar annars vegar og tískubókar hins vegar. View this post on Instagram A post shared by (@grimes) View this post on Instagram A post shared by (@grimes)
Húðflúr Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Elon Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. 6. maí 2020 09:05 Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene Von er á plötu frá tónlistarkonunni tilraunaglöðu. 20. mars 2019 11:18 Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Grimes „útskýrir“ nafn barnsins Elon Musk sagði nafn drengsins vera „X Æ A-12“, en enn á eftir að koma í ljós hvort að það rati alla leið í opinber gögn. 6. maí 2020 09:05
Grimes tilkynnir plötuna Miss_Anthrop0cene Von er á plötu frá tónlistarkonunni tilraunaglöðu. 20. mars 2019 11:18