Liverpool reynir aftur við ókleifan spænskan hamar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Mohamed Salah skoraði í fyrri leiknum gegn Real Madrid og það mark gaf Liverpool von fyrir seinni leikinn. epa/Juanjo Martin Í annað sinn á þremur árum þarf Liverpool að vinna upp forskot spænsks stórliðs til að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn