Algjört ævintýri en verkefnið orðið heldur langt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 13:00 Frá gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/vilhelm „Þetta er búið að vera pínu strembið en okkur líður ágætlega held ég,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Mikið hefur mætt á björgunarsveitarfólki frá því að eldgosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars. Björgunarsveitarfólk af öllu landinu hefur staðið vaktina nær allan sólarhringinn undanfarnar vikur en bæjaryfirvöld leita leiða til þess að draga úr álagi á björgunarsveitirnar. Bogi viðurkennir að þreytu sé farið að gæta í mannskapnum, en að á sama tíma telji fólk það forréttindi að fá að starfa í návígi við náttúruundur af þessu tagi. Búið að vera í lengri kantinum „Þetta er ævintýri. Það eru líka alltaf ævintýrin sem trekkja að í þessu starfi. Hvert verkefni er misjafnt en þetta er kannski búið að vera svona í lengri kantinum,“ segir hann. „Ég held að menn nái alveg að hvíla sig inn á milli. En við ákváðum að keyra þetta hálf partinn á vaktakerfi og setja mannskapinn á vaktir, þannig að núna eru að meðaltali fimm á hverjum tímapunkti frá okkur.“ Það er óhætt að segja að um sjónarspil sé að ræða á Fagradalsfjalli. Þessi mynd var tekin í gær.Vísir/Vilhelm Daglega hafa borist fréttir af fólki sem hefur farið á svæðið illa búið og illa undirbúið. Gangan að gosstöðvunum getur verið strembin, ekki síst þegar veður er óhagstætt. Aðspurður segir Bogi það geta verið þreytandi til lengdar að þurfa stöðugt að ítreka mikilvægi þess að fara vel búinn. „Maður er samt kannski meira pirraður þegar börnin eiga í hlut og fólk er ekki að hugsa það til enda. Þau eru lítil, ekki eins mikið á hreyfingu og halda ekki eins vel á sér hita. Þau þurfa að vera extra klædd miðað við það. Núna er gott veður en það er búið að vera vont veður upp á síðkastið. En þetta hefur samt minnkað, fólk er að mæta betur klætt og betur undirbúið.“ Bjóða nemum vinnu á svæðinu Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki gangi til lengdar að treysta alfarið á björgunarsveitir á svæðinu. Til skoðunar sé að hefja gjaldtöku fyrir bílastæði sem myndi meðal annars renna til björgunarsveita, og til að greiða laun væntanlegs starfsfólks á svæðinu. Fannar Jónasson er bæjarstjóri í Grindavík.Vísir/EgillA „Það hafa komið hugmyndir um að þangað komi landverðir, kannski í gegnum Umhverfisstofnun. Það er líka verið að horfa til úrræða ríkisstjórnarinnar varðandi ný störf. Það gæti vel komið til greina að fá fólk sem hefur misst atvinnuna úr ferðamennskunni, en verið í því að leiðsegja og taka á móti gestum til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Eins hefur Grindavíkurbær ætlað sér að bjóða framhaldsskólanemum og háskólanemum störf í sumar sem hafa ekki fengið vinnu annars staðar,“ segir Fannar. Þá segir Bogi aðspurður að fólk hafi verið duglegt að styrkja björgunarsveitirnar síðustu vikur. „Já, fólk hefur verið örlátt að leggja inn á okkur. Við kunnum öllum sem gera það bestu þakkir,“ segir hann. „Þetta fer í að græja og standa undir kostnaði. Tækin slitna og sérstaklega þegar maður er að keyra allan daginn utan vegar, það tekur sinn toll.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira