Hugulsamur þjófur stal húsgögnum en skildi önnur úr plasti eftir Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2021 13:22 Húsgögnin sem voru á pallinum og húsgögnin sem hinn hugulsami þjófur kom fyrir í staðinn. Ásrún Matthíasdóttir lektor hjá HR lendi í sérdeilis einkennilegu atviki en býræfinn þjófur gerði sér lítið fyrir og stal húsgögnum við raðhús hennar á Spáni en skildi önnur lakari eftir í staðinn. „Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“ Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Brugðum okkur af bæ og á meðan var sólhúsgögnunum stolið og í staðinn sett plasthúsgögn. Ef einhver rekst á húsgögnin okkar þá má gjarnan biðja þau að koma aftur heim.“ Ástrún greinir frá þessu fyrir fáeinum dögum í Facebook-hópi sem heitir „Íslendingar á Spáni Costa Blanca“ og þykir fólki þar málið allt hið einkennilegasta, að vonum. Ásrún hlær við þegar blaðamaður Vísis spurði hvort húsgögnin hafi komið í leitirnar, en segir svo ekki vera. Til stendur að hengja upp auglýsingu og ef til vill kemur eitthvað út úr því. Fyndið og pirrandi í senn „Það eru ýmsar kenningar uppi. Þetta er nú eiginlega bara fyndið, en pirrandi. Þetta eru gömul húsgögn en maður þarf þá að kaupa sér ný. En þetta er, já skrítið,“ segir Ásrún. Ásrún segir þetta dularfulla mál bæði fyndið og pirrandi í senn.HR Ásrún og maður hennar Jón Friðrik Sigurðsson prófessor, eiga raðhús með börnum sínum á Spáni, á Costa Blanca í La Zenia-hverfinu. Því er ekki um það að ræða, eins og einn sem tekur þátt í umræðu um þetta dularfulla mál gerir skóna, að leigusali hafi komið og skipt húsgögnunum út. En sá sem hafði með sér húsgögn þeirra hjóna gætti þess að skilja eftir borð í stað þess sem hvarf auk fjögurra stóla. Málið þykir hið dularfyllsta „Þetta er undarlegt í alla staði, tóku litla ljósaseríu líka og vatnsslöngu,“ segir Ásrún. En þau hafa ekki getað dvalið í húsi sínu neitt vegna kórónuveirunnar og ástandsins sem henni er samfara. Ýmsir hafa sett athugasemd við áskorun Ásrúnar, þess efnis að húsgögnunum verði skilað. Þeim þykir þetta vægast sagt furðulegt mál. Halldóra Sigurðardóttir hefur á orði að þetta sé „nokkuð heiðarlegur þjófur“ og Jacqueline D‘Mello Gunnarsson spyr hvort þetta „sé ekki bara einhver sem þið þekkið og er að stríða ykkur? Næst verður búið að skipta aftur.“
Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent