„Góð svör í báðum leikjum“ Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 17:04 Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu í vetur, eftir að hafa gert Breiðablik að Íslandsmeistara í fyrra, og hefur nú stýrt landsliðinu í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Mér finnst margt í ferðinni hafa gengið upp og við náð að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn,“ segir Þorsteinn Halldórsson eftir fyrstu tvo leiki sína sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli í seinni vináttulandsleik sínum við Ítalíu í Flórens í dag, eftir 1-0 tap á laugardaginn. Íslenska liðið lék vel í dag eftir að hafa fengið á sig mark á fyrstu sekúndum leiksins og Þorsteinn er ánægður eftir þessa fyrstu leiki. Næstu leikir Íslands verða tveir vináttulandsleikir í júní og undankeppni HM hefst svo í september. Það skýrist í lok mánaðar hverjir andstæðingar Íslands í undankeppninni verða. Sumarið 2022 er svo stórmót á dagskrá þegar Ísland fer á EM. „Ég er sáttur að mörgu leyti eftir þessa tvo leiki,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. „Í dag voru fyrstu 10-15 mínúturnar erfiðar. Það var skrekkur í okkur eftir markið en svo unnum við okkur vel inn í leikinn. Heilt yfir fannst mér við sýna góð svör í báðum leikjum við því sem við höfum gert undanfarna daga,“ sagði Þorsteinn en um var að ræða fyrstu dagana undir hans stjórn þar sem Ísland er með sinn sterkasta hóp. Reyndar vantaði þó fyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Ingibjörgu Sigurðardóttur, af ólíkum ástæðum. „Ég bjóst við því að það yrði óöryggi að einhverju leyti í liðinu í dag því við gerðum sjö breytingar á liðinu á milli leikja. Það kom því ekki á óvart að það tæki tíma að ná áttum,“ sagði Þorsteinn sem var ánægður með jákvæðar breytingar á sóknarleik Íslands á milli leikja. „Við fengum fleiri góðar stöður. Kannski ekki miið fleiri færi en Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] fékk þó tvö ágætis færi. Við náðum að spila boltanum betur inn í pláss sem sköpuðu svigrúm til að búa til dauðafæri en þurfum kannski að vinna í ákvarðanatöku á síðasta þriðjungnum,“ sagði Þorsteinn. Gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki „Það var ákveðið óöryggi og einbeitingarleysi hjá okkur fyrstu mínúturnar en við svöruðum svo fyrir það,“ sagði Andrea Rán Hauksdóttir sem lék á miðjunni hjá Íslandi í dag. „Mér fannst við mæta ákveðnar í báða leikina og fylgja því sem við lögðum upp með. Við erum með nýjan þjálfara og nýjar áherslur, og það var gott og mikilvægt að fá þessa tvo leiki, koma hópnum saman, æfa og læra nýtt kerfi,“ sagði Andrea.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti