Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 20:34 Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag. „Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
„Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira