Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. apríl 2021 07:00 Ólöglegt er að vera á nagladekkjum í Reykjavík eftir 15. apríl. vísir Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða. Samkvæmt Facebook færslu frá Lögreglunni á Suðurnesjum verður ekki hafist handa við að sekta strax. Samkvæmt vef Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) hefur aldrei verið sektað fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí í fyrsta lagi. Sektir Sektarupphæð vegna aksturs á nagladekkjum fjórfölduðust árið 2018. Upphæðin var áður 5.000 kr. á hvert dekk en er nú orðin 20.000 kr. á hvert dekk. Vísir mun fylgjast vel með því hvenær stendur til að byrja að sekta. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að láta vita hvenær verður farið að beita sektum. Það má því draga þá ályktun af Facebook færslu embættisins og umræðum undir færslunni að það verði ekki strax. Umferð Nagladekk Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent
Samkvæmt Facebook færslu frá Lögreglunni á Suðurnesjum verður ekki hafist handa við að sekta strax. Samkvæmt vef Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) hefur aldrei verið sektað fyrir akstur á nagladekkjum fyrr en í maí í fyrsta lagi. Sektir Sektarupphæð vegna aksturs á nagladekkjum fjórfölduðust árið 2018. Upphæðin var áður 5.000 kr. á hvert dekk en er nú orðin 20.000 kr. á hvert dekk. Vísir mun fylgjast vel með því hvenær stendur til að byrja að sekta. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að láta vita hvenær verður farið að beita sektum. Það má því draga þá ályktun af Facebook færslu embættisins og umræðum undir færslunni að það verði ekki strax.
Umferð Nagladekk Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent