„Dauðadómur“ fyrir Liverpool að fá á sig mark í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 10:00 Vinicius Junior fagnar marki gegn Liverpool í 3-1 sigri Real Madrid í fyrri leiknum. EPA/Kiko Huesca „Það er nánast dauðadómur fyrir Liverpool að fá á sig mark í þessum leik,“ segir Jón Þór Hauksson um stórleik Liverpool og Real Madrid í kvöld, í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti