Sagður hafa lokkað börn með peningum og sælgæti úti á götu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 10:58 Þjóðvarðliði rannsakar myndefni sem fannst á raftækjum Íslendingsins. Töluvert magn af klámi og barnaníðsefni fannst á fartölvu og snjallsíma hans. Spænska þjóðvarðliðið Íslenskur karlmaður sem var handtekinn á Spáni vegna kynferðisbrota gegn börnum fyrr í þessum mánuði er sagður hafa lokkað börn til sín úti á götu með peningum og sælgæti. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar til mál hans fer fyrir dóm. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira