Sagður hafa lokkað börn með peningum og sælgæti úti á götu Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2021 10:58 Þjóðvarðliði rannsakar myndefni sem fannst á raftækjum Íslendingsins. Töluvert magn af klámi og barnaníðsefni fannst á fartölvu og snjallsíma hans. Spænska þjóðvarðliðið Íslenskur karlmaður sem var handtekinn á Spáni vegna kynferðisbrota gegn börnum fyrr í þessum mánuði er sagður hafa lokkað börn til sín úti á götu með peningum og sælgæti. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi þar til mál hans fer fyrir dóm. Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992. Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að 59 ára gamall íslenskur karlmaður með sakaferil í barnaníði á Íslandi hefði verið handtekinn í bænum Torrepacheco í Murcia-héraði á Suðaustur-Spáni. Samkvæmt upplýsingum spænska þjóðvarðliðsins, sem handtók manninn, úrskurðaði dómari hann í gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann ætti sér sögu kynferðisbrota á Íslandi. Hann var handtekinn fyrr um tíu dögum. Upplýsingaskrifstofa þjóðvarliðsins í Murcia tjáði Vísi að algengt væri að ár liði áður en mál eru tekin fyrir dóm. Maðurinn gæti setið í varðhaldi fram að því nema honum takist að sannfæra dómara um að veita sér lausn gegn tryggingu. Maðurinn er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn átta börnum á aldrinum níu til þrettán ára. Í frétt spænska dagblaðsins ABC segir að hann hafi nálgast börnin úti á götu og gefið þeim litlar gjafir, peninga og sælgæti, til þess að vekja ekki grunsemdir foreldra þeirra. „Það vekur grunsemdir hjá foreldrum ef barni er gefin leikjatölva eða dýr farsími en þessar litlu upphæðir sem hann gaf þeim vöktu ekki eftirtekt,“ segir heimildarmaður ABC. Foreldra nokkurra barna grunaði þó að eitthvað væri ekki með felldu og tilkynntu málin til lögreglu. Brot mannsins eru sögð hafa hafist síðasta sumar og notaði hann alltaf sömu aðferðir til að nálgast börnin og vinna traust þeirra. Kanna hvort maðurinn hafi brotið á börnum víðar Umtalsvert magn klám- og barnaníðsefni fannst á fartölvu mannsins og snjallsíma. Lögreglan rannsakar nú myndefnið til að kanna hvort að í því leynist myndir af börnunum sem hann er grunaður um að hafa misnotað og einnig hvort hann kunni að hafa misnotað fleiri börn í Murcia eða annars staðar. Þjóðvarðliðið segir Vísi að maðurinn hafi verið búsettur í bænum í um tvö ár. Í frétt ABC segir að ekki sé vitað til þess að hann hafi starfað þar heldur hafi hann virst hafa sest þar í helgan stein. Vitað er að maðurinn hefur búið í nokkrum löndum Suður-Ameríku, þar á meðal í Kólumbíu, undanfarin ár. Spænska þjóðvarðliðið hefur sent fyrirspurnir í gegnum Interpol til að komast að því hvort að hann sé grunaður um sambærileg brot þar eða annars staðar. Á Íslandi er maðurinn sagður hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum árið 1988 í tilkynningu þjóðvarðliðsins. Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hann hins vegar dóm í Hæstarétti árið 1994 vegna brotanna sem voru framin frá 1990 til 1992.
Spánn Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira