„Ég hef alltaf trúað honum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 11:30 Ebba Guðný sat réttarhöldin yfir Oscari Pistorius á sínum tíma enda góður vinur fjölskyldunnar. vísir/vilhelm Ebba Guðný Guðmundsdóttir er sjónvarpskokkur og hefur verið í nokkur ár. Hún leggur áherslu á hollan mat en Ebba hefur upplifað margt á lífsleiðinni. Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. Í kjölfarið kynntist fjölskyldan manni sem fæddist með sama galla og heitir hann Oscar Pistorius og er heimþekktur spretthlaupari. Hann er aftur á móti í dag hvað þekktastur fyrir það að sitja í fangelsi í Suður-Afríku fyrir morð. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, á Valentínusardeginum árið 2013. Pistorius skaut Steenkamp fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra í Pretoriu. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana en sagðist hafa talið að hún væri innbrotsþjófur. Ebba Guðný var á þeim tíma orðin góð vinkona Pistorius og sat hún nánast öll réttarhöldin yfir honum á sínum tíma. Ebba segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir fjölskylduna að sjá hvernig Oscar Pistorius lifði lífinu með sinni fötlun. „Við höfum heimsótt hann í fangelsi á hverju ári. Það var mikið áfall fyrir okkur sem fjölskyldu að fá þessar fréttir á sínum tíma,“ segir Ebba og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ebba Guðný Guðmundsdóttir „Ég vissi að þetta gæti ekki verið svona. Við þekkjum Suður-Afríku vel enda bjuggum við þar 2010-11. Maður þarf að vara sig en að vera viðstödd svona réttarhöld var súrealískt og átakanlegt. Þetta er bara svo hræðilegt og það er aldrei hægt að fyrirgefa sér að gera svona mistök. Þetta var líka svo hræðilegt því að við vissum meira en aðrir því við þekkjum fjölskylduna svo vel. Það voru t.d. fyrirsagnir í blöðum að hann hafi barið hana í höfuðið og mölbrotið höfuðkúpuna hennar með svona krikketkylfu sem er bara bull, og það var mynd af blóði og kylfu. Þetta er aldrei leiðrétt og það var endalaust svona, að það hefðu fundist sterar og bara nefndu það,“ segir Ebba sem segir að Oscar hafi verið málaður mjög illa upp í fjölmiðlum. „Ég átti ekki bágt samt, hann átti bágt og foreldrar hennar Reevu, en sem vinur var þetta erfitt. Okkur fannst öllum erfitt að vita til þess að það væri verið að keyra hann í fangelsi og þú stendur höllum fæti þar með gervifætur. Þetta tók alveg á og ég man að ég var alveg vör við kvíða og svona.“ Kvíðinn eftir frægðina Oscar Pistorius hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég hef alltaf trúað honum, algjörlega. Ég hef komið í þetta hús og þekki það vel. Í fyrsta lagi er rosalega dimmt þarna og ekki svona ljósastaurar út um allt eins og hér. Það er mikil hræðsla í Suður-Afríku af því að þegar innbrotsþjófar mæta eru þeir komnir til að misþyrma og drepa. Lífið er svo lítils virði og það er svo mikill munur á ríkum og fátækum og það er aðalmálið. Þarna eru flísar á gólfinu og hann er að lofta um fæturna úti. Ég þekki það mjög vel enda þarf Hafliði að gera það reglulega og ég hjálpa honum með það. Hún læðist á klósettið, það er allt dimmt og hann heyrir ekkert í henni. Svo heyrir hann þrusk inni á klósetti og hann var svolítið kvíðinn eftir að hafa orðið frægur svolítið hratt og mjög ungur og ekki með foreldra. Mamma hans deyr þegar hann er fjórtán ára og pabbi hans ekki til staðar.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ebba um sjónvarpsmennskuna, þátttöku hennar í Allir geta dansað, hvernig lífið breyttist þegar Hafliði kom í heiminn, leiklistina og áhuga hennar á því að leika meira og margt fleira. Einkalífið Oscar Pistorius Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Ebba Guðný er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á sínum tíma eignaðist hún dreng með eiginmanni sínum Hafþóri Hafliðasyni. Hafliði fæddist án fótleggja og notar hann því gervifætur frá Össuri til að ganga um. Í kjölfarið kynntist fjölskyldan manni sem fæddist með sama galla og heitir hann Oscar Pistorius og er heimþekktur spretthlaupari. Hann er aftur á móti í dag hvað þekktastur fyrir það að sitja í fangelsi í Suður-Afríku fyrir morð. Pistorius var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað kærustu inni, Reeva Steenkamp, á Valentínusardeginum árið 2013. Pistorius skaut Steenkamp fjórum sinnum með 9 millimetra skammbyssu í gegnum baðherbergishurð á heimili þeirra í Pretoriu. Pistorius viðurkenndi að hafa skotið hana en sagðist hafa talið að hún væri innbrotsþjófur. Ebba Guðný var á þeim tíma orðin góð vinkona Pistorius og sat hún nánast öll réttarhöldin yfir honum á sínum tíma. Ebba segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir fjölskylduna að sjá hvernig Oscar Pistorius lifði lífinu með sinni fötlun. „Við höfum heimsótt hann í fangelsi á hverju ári. Það var mikið áfall fyrir okkur sem fjölskyldu að fá þessar fréttir á sínum tíma,“ segir Ebba og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ebba Guðný Guðmundsdóttir „Ég vissi að þetta gæti ekki verið svona. Við þekkjum Suður-Afríku vel enda bjuggum við þar 2010-11. Maður þarf að vara sig en að vera viðstödd svona réttarhöld var súrealískt og átakanlegt. Þetta er bara svo hræðilegt og það er aldrei hægt að fyrirgefa sér að gera svona mistök. Þetta var líka svo hræðilegt því að við vissum meira en aðrir því við þekkjum fjölskylduna svo vel. Það voru t.d. fyrirsagnir í blöðum að hann hafi barið hana í höfuðið og mölbrotið höfuðkúpuna hennar með svona krikketkylfu sem er bara bull, og það var mynd af blóði og kylfu. Þetta er aldrei leiðrétt og það var endalaust svona, að það hefðu fundist sterar og bara nefndu það,“ segir Ebba sem segir að Oscar hafi verið málaður mjög illa upp í fjölmiðlum. „Ég átti ekki bágt samt, hann átti bágt og foreldrar hennar Reevu, en sem vinur var þetta erfitt. Okkur fannst öllum erfitt að vita til þess að það væri verið að keyra hann í fangelsi og þú stendur höllum fæti þar með gervifætur. Þetta tók alveg á og ég man að ég var alveg vör við kvíða og svona.“ Kvíðinn eftir frægðina Oscar Pistorius hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég hef alltaf trúað honum, algjörlega. Ég hef komið í þetta hús og þekki það vel. Í fyrsta lagi er rosalega dimmt þarna og ekki svona ljósastaurar út um allt eins og hér. Það er mikil hræðsla í Suður-Afríku af því að þegar innbrotsþjófar mæta eru þeir komnir til að misþyrma og drepa. Lífið er svo lítils virði og það er svo mikill munur á ríkum og fátækum og það er aðalmálið. Þarna eru flísar á gólfinu og hann er að lofta um fæturna úti. Ég þekki það mjög vel enda þarf Hafliði að gera það reglulega og ég hjálpa honum með það. Hún læðist á klósettið, það er allt dimmt og hann heyrir ekkert í henni. Svo heyrir hann þrusk inni á klósetti og hann var svolítið kvíðinn eftir að hafa orðið frægur svolítið hratt og mjög ungur og ekki með foreldra. Mamma hans deyr þegar hann er fjórtán ára og pabbi hans ekki til staðar.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Ebba um sjónvarpsmennskuna, þátttöku hennar í Allir geta dansað, hvernig lífið breyttist þegar Hafliði kom í heiminn, leiklistina og áhuga hennar á því að leika meira og margt fleira.
Einkalífið Oscar Pistorius Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira