„Ég er með fitufordóma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. apríl 2021 14:00 Evert Víglundsson ræddi heilsu, Crossfit og fleira í þættinum 24/7 sem kom út í gær. Youtube „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. „Eða þá allavega settar einhvers konar reglugerðir um notkun sykurs í vöru vegna þess að við vitum bara að hann gerir okkur slæmt í þessu magni sem hann er, þegar það er búið að hreinsa hann og taka hann úr sínu náttúrulega formi og sturta honum yfir einhverjar vörur sem við erum að neyta.“ Evert var gestur í fyrsta þætti af hlaðvarpinu 24/7 en Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, var að fara af stað með þessa þætti. Hann segir að tilgangur 24/7 sé að spyrja spurninga sem gefi okkur innsýn í hvernig áhugavert fólk horfir á heiminn og þeirra lærdóm í lífinu svo að við getum lært af þeim og hagnýtt þá vitneskju í okkar eigið líf. Lífshættulegt að vera of feitur Evert vonar að einn daginn verði litið á viðbættan sykur eins og litið er á sígarettur í dag. „Skorpulifur er farin að finnast hjá niður í sex ára gamla krakka úti í Ameríku.“ Beggi gaf út fyrstu þrjá þættina í einu og hinir viðmælendurnir hans eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Dr. Elrla Björnsdóttir. Beggi segir í samtali við Vísi að tilgangurinn með hlaðvarpinu sé að hjálpa einstaklingum að verða það sem þeir geta orðið svo að, í sameiningu, hver og einn einasti getur gert heiminn að betri stað. Beggi er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og gaf nýverið út bókina Tíu skref - í átt að innihaldsríku lífi. Evert og Beggi fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu allt á milli himins og jarðar tengt heilsu. Ein af föstu spurningunum sem Beggi spyr viðmælendur sína að í 24/7 er að koma með óvinsæla skoðun byggt á því að enginn geti dæmt þá óvinsælu skoðun. Sú skoðun hjá Everti Víglunds er að vera með fitufordóma. „Ég er með fitufordóma. Ég hef mikla fordóma gagnvart fitu vegna þess að mér þykir vænt um fólk. Það hefur ekkert með útlit að gera. Mér er alveg sama hvernig fólk lítur út en að vera of feitur er lífshættulegt,“ segir Evert. Nauðsynlegt að hrista upp í fólki „Það er stórhættulegt og offita er til staðar í lang flestum tilfellum af einhvers konar lífsstílssjúkdómum. Þó svo að fitan sem sest utan á þig og þú sérð utan á fólki, hjá þeim sem eru of feitir, það er ekki það sem gerir þau veik heldur er það fitan sem er inni í okkur. Sem sest á líffærin og fitan sem safnast saman og herðist inni í æðunum okkar og svona. Það er það sem gerir okkur veik.“ Evert segir mikilvægt að ræða um fitu. „Ég skammast mín „basically“ ekkert fyrir að segja að ég sé með fitufordóma af því að það verður að segja að fita er hættuleg. Þær ákvarðanir sem við tökum í lífinu valda því að við verðum feit og verðum veik,“ Vill vekja fólk til umhugsunar „Þannig að það þarf að hrista upp í fólki sem að í alvörunni heldur að það sé allt í lagi að vera of feitur, vegna þess að það er ekki gott fyrir mann. Það mætti líka segja það um að vera of mjór, það er heldur ekki gott fyrir mann. Þú getur verið grannur að utan en feitur að innan. Það er til fullt af grönnu fólki í Ameríku sem er kallað „skinny fat.“ Það er fullt af grönnu fólki sem er að kljást við sömu vandamál og feita fólkið, það þá lifir óheilbrigðu lífi og er feitt að innan.“ Varðandi umræðuna um sjálfsást og að elska sig eins og maður er segir Evert meðal annars: „Það er erfitt í dag að viðra skoðanir vegna þess að menn eru svo hræddir við að segja eitthvað sem fer fyrir brjóstið á einhverjum öðrum. En mér finnst verða að segja þetta. Tilgangurinn minn með að segja það er að vekja fólk til umhugsunar um heilsuna sína, ekki útlitið. Heilbrigður einstaklingur er alltaf hamingjusamari og á miklu betri möguleika á að lifa innihaldsríku lífi heldur en óheilbrigður einstaklingur. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum.“ Umræðan um offitu byrjar á mínútu 1:15:20 í þættinum sem má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs. Heilsa Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
„Eða þá allavega settar einhvers konar reglugerðir um notkun sykurs í vöru vegna þess að við vitum bara að hann gerir okkur slæmt í þessu magni sem hann er, þegar það er búið að hreinsa hann og taka hann úr sínu náttúrulega formi og sturta honum yfir einhverjar vörur sem við erum að neyta.“ Evert var gestur í fyrsta þætti af hlaðvarpinu 24/7 en Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, var að fara af stað með þessa þætti. Hann segir að tilgangur 24/7 sé að spyrja spurninga sem gefi okkur innsýn í hvernig áhugavert fólk horfir á heiminn og þeirra lærdóm í lífinu svo að við getum lært af þeim og hagnýtt þá vitneskju í okkar eigið líf. Lífshættulegt að vera of feitur Evert vonar að einn daginn verði litið á viðbættan sykur eins og litið er á sígarettur í dag. „Skorpulifur er farin að finnast hjá niður í sex ára gamla krakka úti í Ameríku.“ Beggi gaf út fyrstu þrjá þættina í einu og hinir viðmælendurnir hans eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Dr. Elrla Björnsdóttir. Beggi segir í samtali við Vísi að tilgangurinn með hlaðvarpinu sé að hjálpa einstaklingum að verða það sem þeir geta orðið svo að, í sameiningu, hver og einn einasti getur gert heiminn að betri stað. Beggi er fyrirlesari með MSc gráðu í jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði og gaf nýverið út bókina Tíu skref - í átt að innihaldsríku lífi. Evert og Beggi fóru um víðan völl í viðtalinu og ræddu allt á milli himins og jarðar tengt heilsu. Ein af föstu spurningunum sem Beggi spyr viðmælendur sína að í 24/7 er að koma með óvinsæla skoðun byggt á því að enginn geti dæmt þá óvinsælu skoðun. Sú skoðun hjá Everti Víglunds er að vera með fitufordóma. „Ég er með fitufordóma. Ég hef mikla fordóma gagnvart fitu vegna þess að mér þykir vænt um fólk. Það hefur ekkert með útlit að gera. Mér er alveg sama hvernig fólk lítur út en að vera of feitur er lífshættulegt,“ segir Evert. Nauðsynlegt að hrista upp í fólki „Það er stórhættulegt og offita er til staðar í lang flestum tilfellum af einhvers konar lífsstílssjúkdómum. Þó svo að fitan sem sest utan á þig og þú sérð utan á fólki, hjá þeim sem eru of feitir, það er ekki það sem gerir þau veik heldur er það fitan sem er inni í okkur. Sem sest á líffærin og fitan sem safnast saman og herðist inni í æðunum okkar og svona. Það er það sem gerir okkur veik.“ Evert segir mikilvægt að ræða um fitu. „Ég skammast mín „basically“ ekkert fyrir að segja að ég sé með fitufordóma af því að það verður að segja að fita er hættuleg. Þær ákvarðanir sem við tökum í lífinu valda því að við verðum feit og verðum veik,“ Vill vekja fólk til umhugsunar „Þannig að það þarf að hrista upp í fólki sem að í alvörunni heldur að það sé allt í lagi að vera of feitur, vegna þess að það er ekki gott fyrir mann. Það mætti líka segja það um að vera of mjór, það er heldur ekki gott fyrir mann. Þú getur verið grannur að utan en feitur að innan. Það er til fullt af grönnu fólki í Ameríku sem er kallað „skinny fat.“ Það er fullt af grönnu fólki sem er að kljást við sömu vandamál og feita fólkið, það þá lifir óheilbrigðu lífi og er feitt að innan.“ Varðandi umræðuna um sjálfsást og að elska sig eins og maður er segir Evert meðal annars: „Það er erfitt í dag að viðra skoðanir vegna þess að menn eru svo hræddir við að segja eitthvað sem fer fyrir brjóstið á einhverjum öðrum. En mér finnst verða að segja þetta. Tilgangurinn minn með að segja það er að vekja fólk til umhugsunar um heilsuna sína, ekki útlitið. Heilbrigður einstaklingur er alltaf hamingjusamari og á miklu betri möguleika á að lifa innihaldsríku lífi heldur en óheilbrigður einstaklingur. Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum.“ Umræðan um offitu byrjar á mínútu 1:15:20 í þættinum sem má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs.
Heilsa Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira