Einstaklingur á sjötugsaldri í öndunarvél eftir millilendingu vegna veikinda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 11:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur stöðuna nokkuð góða. Mynd/Júlíus Sigurjónsson Tveir eru á Landspítala, þar af einn í öndunarvél á gjörgæslu. Sá er á sjötugsaldri en millilent var hér vegna veikinda viðkomandi. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins. Enginn greindist með Covid-19 í gær en um þúsund sýni voru tekin innanlands. Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars sl. hafa um 90 greinst innanlands og þar af voru um 70 prósent í sóttkví. Öll smit hafa reynst vera af völdum nokkurra undirtegunda hins svokallaða breska afbrigðis og öll má rekja til landamæranna. Í flestum tilvikum eru smitin tilkomin vegna þess að ekki hefur verið farið eftir leiðbeiningum í sóttkví, sagði sóttvarnalæknir. Um 30 manns hafa greinst með virkt smit á landamærunum á sama tíma, helmingur í fyrri sýnatöku og helmingur í seinni. Þórólfur sagði ánægjulegt að í dag hefði tekið gildi ný reglugerð um tilslakanir og sagðist vona að þjóðinni bæri gæfa til að viðhalda góðum árangri þrátt fyrir þær. Sagði hann ganga vel að framfylgja reglugerðum um aðgerðir á landamærunum. Þá væri verið að leggja lokahönd á reglur um aukið eftirlit með einstaklingum í heimasóttkví. Vel hefði gengið í sóttvarnahúsum og á milli 30 og 80 einstaklingar leitað þangað á hverjum degi. Sagðist Þórólfur vonast til þess að hertar reglur á landamærunum takmörkuðu dreifingu innanlands. Hrósaði hann Rauða krossinum og öðrum sem koma að rekstri sóttvarnahúsa og landamæravörðum, fyrir þeirra góðu vinnu á óvissutímum. Sóttvarnalæknir sagði stöðuna nokkuð góða en hvatti fólk enn og aftur til að gæta að persónulegum sóttvörnum og fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Enginn greindist með Covid-19 í gær en um þúsund sýni voru tekin innanlands. Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars sl. hafa um 90 greinst innanlands og þar af voru um 70 prósent í sóttkví. Öll smit hafa reynst vera af völdum nokkurra undirtegunda hins svokallaða breska afbrigðis og öll má rekja til landamæranna. Í flestum tilvikum eru smitin tilkomin vegna þess að ekki hefur verið farið eftir leiðbeiningum í sóttkví, sagði sóttvarnalæknir. Um 30 manns hafa greinst með virkt smit á landamærunum á sama tíma, helmingur í fyrri sýnatöku og helmingur í seinni. Þórólfur sagði ánægjulegt að í dag hefði tekið gildi ný reglugerð um tilslakanir og sagðist vona að þjóðinni bæri gæfa til að viðhalda góðum árangri þrátt fyrir þær. Sagði hann ganga vel að framfylgja reglugerðum um aðgerðir á landamærunum. Þá væri verið að leggja lokahönd á reglur um aukið eftirlit með einstaklingum í heimasóttkví. Vel hefði gengið í sóttvarnahúsum og á milli 30 og 80 einstaklingar leitað þangað á hverjum degi. Sagðist Þórólfur vonast til þess að hertar reglur á landamærunum takmörkuðu dreifingu innanlands. Hrósaði hann Rauða krossinum og öðrum sem koma að rekstri sóttvarnahúsa og landamæravörðum, fyrir þeirra góðu vinnu á óvissutímum. Sóttvarnalæknir sagði stöðuna nokkuð góða en hvatti fólk enn og aftur til að gæta að persónulegum sóttvörnum og fara í sýnatöku við minnsta tilefni.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira