Snorri Steinn ósáttur: „Einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2021 14:05 Snorri Steinn Guðjónsson segir að fréttir dagsins hafi verið högg fyrir sig og leikmenn Vals. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, er mjög ósáttur og skilur hvorki upp né niður í leikjaáætlun Olís-deildar karla sem var gefin út í dag. Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Sjá meira
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í dag og íslenskt íþróttafólk mátti þá byrja að æfa og keppa á ný eftir þriggja vikna hlé. Næsta sunnudag, 25. apríl, hefst Olís-deild karla á ný en aðeins með tveimur leikjum. Keppni fer ekki á fullt fyrr en eftir landsleikjahléið, sunnudaginn 9. maí eða eftir rúmar þrjár vikur þegar 16. umferð deildarinnar hefst. Gert er ráð fyrir því að keppni í Olís-deild karla ljúki 3. júní. Síðustu sjö umferðirnar í deildinni verða því leiknar á 25 dögum. „Mér finnst þetta vægast sagt ömurlegt,“ sagði Snorri Steinn í samtali við Vísi, aðspurður um nýju leikjaáætlunina sem var gefin út í dag. „Í mínum augum er algjörlega óskiljanlegt að mótið fari bara ekki af stað í næstu viku. Þetta er einhver undarlegasta ákvörðun sem ég hef séð HSÍ taka. Ég er virkilega vonsvikinn og fúll fyrir hönd allra leikmannanna. Ég get ekki ímyndað mér að það séu margir leikmenn sem vilji bíða í þrjá og hálfa viku til að spila loksins leik.“ Ekki upplitsdjarfir Að sögn Snorra Steins var hljóðið í leikmannahópi Vals þungt þegar hann greindi þeim frá því hvernig endasprettur tímabilsins yrði. „Ég er nýbúinn að tilkynna mínum leikmönnum að þetta verði svona og þeir voru ekki mjög upplitsdjarfir, vægt til orða tekið. Mér finnst þetta sorglegt og þetta eru undarleg vinnubrögð,“ sagði Snorri Steinn. Hann hefði helst kosið að byrja að spila strax í næstu viku. „Ég hefði klárlega viljað spila á fimmtudaginn og svo aftur á sunnudaginn. Það á að spila leiki á þessum árstíma og akkúrat núna ætti allt að vera undir. Mína menn þyrstir í að spila alvöru leiki. Eflaust eru einhver fræði á bak við þetta, varðandi meiðsli og annað slíkt, en þetta er ekkert úr hófi miðað við önnur tímabil,“ sagði Snorri Steinn. Set vinnubrögð HSÍ undir sama hatt og vinnubrögð EHF Þjálfarinn botnar lítið í því hvernig HSÍ vann þetta mál og komst að þessari niðurstöðu. „Þessar fréttir voru bara að koma en ég þarf allavega að endurhugsa þetta. Ég viðurkenni að ég reiknaði engan veginn með þessu og mér finnst þetta óstjórnlega skrítin ákvörðun,“ sagði Snorri Steinn. „Ég sá að framkvæmdastjóri HSÍ var að gagnrýna EHF fyrir undarleg vinnubrögð. Ég set þetta undir nákvæmlega sama hatt og þessi vinnubrögð hjá EHF.“ Valur er í 5. sæti Olís-deildarinnar. Fyrsti leikur liðsins eftir hléið er gegn Þór á Akureyri sunnudaginn 9. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn