Var búinn að sætta sig við það að eignast aldrei börn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 07:01 Valdimar Guðmundsson á von á barni með kærustunni sinni þann 15. júlí. vísir/vilhelm Valdimar Guðmundsson er einn ástsælasti söngvari landsins og hefur verið það í nokkur ár. Hann er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúnunni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni Önnu Björk Sigurjónsdóttur og er von á drengnum í heiminn í sumar en settur dagur er 15. júlí. Allt breyttist með Önnu „Þetta leggst mjög vel í mig og auðvitað á þetta eftir að verða mjög skemmtilegt. Auðvitað hefur maður heyrt allskonar, eins og ég eigi ekkert eftir að sofa í fjögur ár. En ég er bara ofboðslega tilbúinn í þetta. Áður en ég kynntist Önnu þá hugsaði ég oft um það að ég yrði ekkert gaurinn sem myndi eignast börn. Kannski verð ég ekkert pabbi og það er bara fínt og ég var alveg bara sáttur við það. Svo þegar maður kynnist réttu manneskjunni og maður er kominn í samband sem maður vill rækta þá fer þessi fjölskyldupæling að verða meira heillandi. Ég er mjög spenntur að verða pabbi,“ segir Valdimar sem hlakkar til að spila fyrir hann vínylplötur og að kynnast syninum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Valdimar Guðmundsson Særandi umræða Í þættinum talar Valdimar einnig um það þegar hann upplifði fitufordóma eftir að rætt var um það í útvarpsþættinum Zúúber að hann ætti von á barni. Valdimar hefur ekki tjáð sig um atvikið áður. „Offita er þannig að þegar þú ert kominn yfir ákveðið stig, sem ég klárlega er, þá er þetta svolítið heilsufarsvandamál. Það má ekkert vera að hunsa það, það er óhollt að vera með svona mörg aukakíló utan á sér. En það að maður sé metinn út frá því er ekki skemmtilegt. Það er eitt nærtækt dæmi sem ég gæti talað um og ég er búinn að reyna tala ekkert um það. Það er ekkert svo langt síðan að það kom upp umræða í útvarpinu sem varð svolítið fjaðrafok í kringum. Þetta var allt svo undarlegt allt saman,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Þetta var rosalega skringilegt og ég verð að viðurkenna að þetta var svolítið særandi.“ Hér að ofan má hlusta á brot úr viðtalinu og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Börn og uppeldi Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira