Fyrsta myndefnið úr Leynilöggunni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 11:31 Egill Einarsson, Auðunn Blöndal, Björn Hlynur og Steinunn Ólína eru meðal aðalleikara í kvikmyndinni. Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd út frá trailernum. Tíu árum síðar hófust tökur á kvikmyndinni og er hún væntanleg í Sambíóin á þessu ári. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni. Handritshöfundar eru Hannes Þór Halldórsson, Nína Petersen og Sverrir Þór Sverrisson en á bakvið söguna standa Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður. Einvala lið leikara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Má sjá glitta í heitustu söngvara landsins, hana Bríeti og Jón Jónsson. Eins og sjá má í stiklunni hefur Rúrik Gíslason landað sínu fyrsta hlutverki í bíómynd en hann er að slá í gegn í Þýskalandi þessa dagana sem dansari. Auðunn Blöndal er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Töluverð eftirvænting er eftir myndinni en miðillinn Variety fjallaði meðal annars um verkefnið og Leynilöggan var til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. Hér má sjá stutta kitlu úr myndinni en stóra sýnishornið er svo væntanlegur á næstu vikum. Klippa: Fyrsta kitlan úr Leynilöggunni Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd út frá trailernum. Tíu árum síðar hófust tökur á kvikmyndinni og er hún væntanleg í Sambíóin á þessu ári. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni. Handritshöfundar eru Hannes Þór Halldórsson, Nína Petersen og Sverrir Þór Sverrisson en á bakvið söguna standa Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður. Einvala lið leikara Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Má sjá glitta í heitustu söngvara landsins, hana Bríeti og Jón Jónsson. Eins og sjá má í stiklunni hefur Rúrik Gíslason landað sínu fyrsta hlutverki í bíómynd en hann er að slá í gegn í Þýskalandi þessa dagana sem dansari. Auðunn Blöndal er einn besti lögreglumaður Reykjavíkur sem er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins. Töluverð eftirvænting er eftir myndinni en miðillinn Variety fjallaði meðal annars um verkefnið og Leynilöggan var til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. Hér má sjá stutta kitlu úr myndinni en stóra sýnishornið er svo væntanlegur á næstu vikum. Klippa: Fyrsta kitlan úr Leynilöggunni
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið