Sendifulltrúi Rauða krossins til starfa í Líbanon Heimsljós 16. apríl 2021 11:01 Hlér Guðjónsson sendifulltrúi Rauði krossinn Fulltrúi frá Íslandi heldur til Beirút til starfa fyrir Rauða krossinn. Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon. Hann heldur utan eftir þrjár vikur og starfar í Beirút næstu þrjá mánuði. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans sinnir óháðu eftirliti með bólusetningu gegn COVID-19 í samstarfi við Alþjóðabankann. Utanríkisráðuneytið fjármagnar stöðu Hlés að hluta í gegnum rammasamning ráðuneytisins við Rauða krossinn. Stjórnvöld í Líbanon, með stuðningi Alþjóðabankans, hafa það að markmiði að 80 prósent íbúa landsins verði bólusett fyrir árslok 2022, án tillits til stéttar eða stöðu. Eftirlit Rauða krossins er mikilvægur þáttur í þeim áætlunum en eftirlitið tekur meðal annars til birgða, flutnings og geymslu bóluefnis auk forgangsröðunar og skrásetningar á endurgjöf bólusettra. Rauði krossinn „Það er heilmikið verkefni framundan í baráttunni við COVID-19,“ segir Hlér Guðjónsson sem býr yfir mikilli reynslu sem sendifulltrúi og hefur komið víða við í störfum sínum. Nú síðast starfaði Hlér í Dóminíska lýðveldinu í kjölfar fellibyljanna Maríu og Irmu en áður hefur hann meðal annars sinnt starfi upplýsingafulltrúa á vegum Alþjóða Rauða krossins í Kína og verkefnum sendifulltrúa í Síerra Leóne, Palestínu, Sómalíu og víðar. „Við hjá Rauða krossinum leggjum sannarlega okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við COVID-19, ekki aðeins á Íslandi heldur í gegnum alþjóðlegt net Rauða krossins á heimsvísu og ekki síst með áherslu á fátækustu löndin. Ef ekki næst að uppræta COVID-19 á heimsvísu er óvíst hvort við losnum við veiruna sem getur því miður kannski haldið áfram að stökkbreytast og herja á mannkynið allt. Þess vegna skiptir alþjóðleg samstaða máli. Það vitum við hjá Rauða krossinum og leggjum því okkar af mörkum þvert á landamæri til að styðja við fyrirætlanir sóttvarnaryfirvalda á hverjum stað með dyggum stuðningi almennings og íslenskra stjórnvalda,“ segir Hlér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Líbanon Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent
Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauða krossins, hefur hafið störf fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tengslum við COVID-19 verkefni í Beirút í Líbanon. Hann heldur utan eftir þrjár vikur og starfar í Beirút næstu þrjá mánuði. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans sinnir óháðu eftirliti með bólusetningu gegn COVID-19 í samstarfi við Alþjóðabankann. Utanríkisráðuneytið fjármagnar stöðu Hlés að hluta í gegnum rammasamning ráðuneytisins við Rauða krossinn. Stjórnvöld í Líbanon, með stuðningi Alþjóðabankans, hafa það að markmiði að 80 prósent íbúa landsins verði bólusett fyrir árslok 2022, án tillits til stéttar eða stöðu. Eftirlit Rauða krossins er mikilvægur þáttur í þeim áætlunum en eftirlitið tekur meðal annars til birgða, flutnings og geymslu bóluefnis auk forgangsröðunar og skrásetningar á endurgjöf bólusettra. Rauði krossinn „Það er heilmikið verkefni framundan í baráttunni við COVID-19,“ segir Hlér Guðjónsson sem býr yfir mikilli reynslu sem sendifulltrúi og hefur komið víða við í störfum sínum. Nú síðast starfaði Hlér í Dóminíska lýðveldinu í kjölfar fellibyljanna Maríu og Irmu en áður hefur hann meðal annars sinnt starfi upplýsingafulltrúa á vegum Alþjóða Rauða krossins í Kína og verkefnum sendifulltrúa í Síerra Leóne, Palestínu, Sómalíu og víðar. „Við hjá Rauða krossinum leggjum sannarlega okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við COVID-19, ekki aðeins á Íslandi heldur í gegnum alþjóðlegt net Rauða krossins á heimsvísu og ekki síst með áherslu á fátækustu löndin. Ef ekki næst að uppræta COVID-19 á heimsvísu er óvíst hvort við losnum við veiruna sem getur því miður kannski haldið áfram að stökkbreytast og herja á mannkynið allt. Þess vegna skiptir alþjóðleg samstaða máli. Það vitum við hjá Rauða krossinum og leggjum því okkar af mörkum þvert á landamæri til að styðja við fyrirætlanir sóttvarnaryfirvalda á hverjum stað með dyggum stuðningi almennings og íslenskra stjórnvalda,“ segir Hlér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Líbanon Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent