Fótbolti

Gaf mánaðarlaun sín til góðgerðamála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mario Mandzukic lætur gott af sér leiða þótt hann geti ekki hjálpað AC Milan inni á vellinum.
Mario Mandzukic lætur gott af sér leiða þótt hann geti ekki hjálpað AC Milan inni á vellinum. epa/ANDREJ CUKIC

Króatíski framherjinn Mario Mandzukic gat ekkert spilað með AC Milan í síðasta mánuði. Hann ákvað að þiggja ekki laun fyrir mars og gaf þau til góðgerðarmála.

Mandzukic samdi við Milan í janúar en hann hafði verið án félags síðan hann rifti samningi sínum við Al-Duhail í Katar í byrjun júlí í fyrra.

Króatinn hefur lítið getað hjálpað Milan vegna meiðsla og aðeins leikið fimm leiki með liðinu.

Mandzukic spilaði ekkert í mars og vildi ekki þiggja laun fyrir þann tíma. Hann bað því Milan um að mánaðarlaun sín renna til góðgerðarmála sem og félagið gerði.

Milan er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Inter.

Næsti leikur Milan er gegn Genoa klukkan 10:30 á sunnudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×