Enski boltinn

Hefur sex sinnum sagt nei við Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nei, nei, nei, nei, nei, nei.
Nei, nei, nei, nei, nei, nei. EPA-EFE/Tibor Illyes

Samkvæmt The Athletic hefur Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafnað Chelsea sex sinnum en þetta kemur fram á enska fjölmiðlinum í dag.

Á morgun mætast Chelsea og Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins en hluti af umræðunni um leikinn fjallar ekki svo mikið um leikinn sjálfan.

The Athletic segir nefnilega frá því að Pep Guardiola hafi hafnað Roman Abrahomvich, eiganda Chelsea, sex sinnum.

Chelsea setti sig alls fimm sinnum í samband við Guardiola á árunum 2010 til 2013 og svo reyndu þeir aftur árið 2016 er hann tók við City.

Guardiola er þó sagður aldrei hafa haft áhuga á starfinu vegna þess hve reglulega Chelsea hafi skipt um þjálfara í gegnum tíðina.

Guardiola hefur nýlega skrifað undir framlengingu á samningi sínum við City sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2023.

Leikur Chelsea og City hefst klukkan 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×