Veðjað á að hugsanlegur fundur Putíns og Bidens verði í Tékklandi eða á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2021 11:32 Á flest er nú veðjað, meira að segja það hvar Biden og Pútín muni hittast ef af leiðtogafundi þeirra verður. Og þar telst Ísland líklegur kostur. Eflaust spilar þar inn í ógleymanlegur leiðtogafundurinn í Höfða þegar Ronald Regan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna sálugu hittust í Reykjavík 1986. Efnt hefur verið til veðmáls þar sem talið er líklegast að fundur leiðtoga hinna fornu stórvelda verði haldinn í Tékkalandi en Ísland kemur þar fast á hæla. Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka. Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka.
Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira