„Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 17:33 Páll Óskar Hjálmtýsson ítrekar að skömmin sé aldrei hjá þeim sem deilir myndum, heldur hjá þeim sem brjóta trúnaðinn. Páll Óskar Hjálmtýsson „Skömmin var aldrei hjá mér. Skömmin er aldrei hjá þeim sem treystir. Skömmin er hjá þeim sem brýtur trúnaðinn og traustið,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Vísi. Páll Óskar deildi fyrr í dag myndum af sér á samfélagsmiðlum sem höfðu verið í dreifingu á netinu í hans óþökk. Svo virðist sem myndbirtingin hafi orðið til þess að Instagram-reikningur hans hafi verið frystur. Myndirnar eru ekki lengur sjáanlegar á Instagram og svo virðist sem aðgangi hans hafi verið læst að sögn Páls Óskars. „Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra. Ég fer mjög varlega inni á svona stefnumóta-öppum og passa mig á því að ég deili ekki svona persónulegum myndum af mér eða upplýsingum, ekki fyrr en að samtalið er komið á flug,“ bætir hann við. Hann segist muna eftir því þegar hann sendi myndirnar til annars einstaklings á stefnumótaforritinu Grindr fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Hann stingur upp á því að fara að skiptast á myndum og hann sendir mér þrjár myndir og ég sendi honum þrjár myndir og þá slitnar sambandið. Eins og hann hafi blokkað mig eða strokað út prófílinn sinn, hann bara hvarf, og þá leið mér eins og ég hafi hlaupið fyrsta apríl,“ útskýrir Páll Óskar. „Þetta er taktík hjá þeim sem eru með einbeittan brotavilja, þegar þeir eru búnir að fá það sem þeir eru að leita að þá klippa þeir á samskiptin þannig að ég geti ekki gert neitt.“ Glæpsamlegt að deila myndum áfram Hann viti því ekki hver var að verki en ef svo væri myndi hann ekki hika við að kæra. Það var þó ekki fyrr en nýlega sem lög tóku gildi sem gera stafrænt kynferðisofbeldi af þessum toga refsivert. „Lagaumhverfið er komið og þetta er hætt að vera grín,“ segir Páll Óskar. „Við erum á fullu og við erum ennþá að búa til umferðarreglur á internetinu,“ segir Páll sem líkir tilkomu og þróun internetsins við þær breytingar sem urðu þegar bílar leystu hestvagna af hólmi í umferðinni. „Við urðum smám saman að búa til umferðarmenningu og núna í dag vitum við öll hvað rautt, gult, grænt þýðir. Ég held að svona umferðarslys á internetinu sem eru að gerast næstu því á hverjum degi, og það hafa orðið mörg ljót slys á internetinu, þetta verður til þess að við lærum betur inn á internetið og búum til umferðarreglur sem allir skilja og fara eftir. Það verður að gerast,“ Hann fagnar því að nú séu á Íslandi komin lög sem taki á brotum af þessum toga á internetinu. „Þetta gerir þú ekki. Hvernig ég lít út eða í hvernig formi ég er eða hvort ég sé með rass eða ekki, mér finnst þetta ekki vera aðal punkturinn. Aðal punkurinn er að það er einhver gaur þarna sem brýtur trúnað gagnvart mér. Það er glæpsamlegt og það er glæpurinn,“ segir Páll Óskar. Hefur ekkert til að skammast sín fyrir Hann ítrekar að skömmin liggi hjá þeim sem brýtur traustið en ekki þeim sem sýnir það. „Það mega allir taka myndir af sér og senda þeim sem þeir vilja sem einkaskilaboð, sem trúnaðar og traust skilaboð.“ Hann kveðst ekki skilja hvað viðkomandi hafi gegnið til. „Er hann að reyna að fá mig til að skammast mín? Og fyrir hvað þá? Á ég að skammast mín fyrir að vera hommi, á ég að skammast mín fyrir að vera inni á Grindr, á ég að skammast mín fyrir að leita að kynlífi? Á ég að skammast mín fyrir það hvernig ég lít út? Svarið er nei við öllu ofantöldu, ég skammast mín ekki fyrir neitt af þessu, það er ekki til í mér,“ segir Páll Óskar. Hann kveðst hafa á tilfinningunni að málið snúist að einhverju leyti um vald. „Þessi gaur er eitthvað að sýna mér að hann hafi eitthvað vald yfir mér eða sé að reyna að stjórnast í mér af því hann er með einhverjar myndir af mér. Eða að hann sé að reyna að blása upp sitt eigið egó.“ Í öllu falli sé „viðkomandi svikahrappur fáviti,“ að sögn Páls, fáviti sem sé óalandi í mannlegum samskiptum. Hann kveðst hafa vitað í nokkuð langan tíma að myndirnar hafi verið í dreifingu. Í mars á þessu ári hafi myndirnar svo aftur komist í mikla dreifingu eftir að þeim var deilt á SnapChat. „Núna bara í gær sagði ég að nú væri komið mál að linni og af hverju ekki að snúa vörn í sókn. Það fer mér ekki að vera í svona vörn,“ segir Páll Óskar. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Páll Óskar deildi fyrr í dag myndum af sér á samfélagsmiðlum sem höfðu verið í dreifingu á netinu í hans óþökk. Svo virðist sem myndbirtingin hafi orðið til þess að Instagram-reikningur hans hafi verið frystur. Myndirnar eru ekki lengur sjáanlegar á Instagram og svo virðist sem aðgangi hans hafi verið læst að sögn Páls Óskars. „Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra. Ég fer mjög varlega inni á svona stefnumóta-öppum og passa mig á því að ég deili ekki svona persónulegum myndum af mér eða upplýsingum, ekki fyrr en að samtalið er komið á flug,“ bætir hann við. Hann segist muna eftir því þegar hann sendi myndirnar til annars einstaklings á stefnumótaforritinu Grindr fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Hann stingur upp á því að fara að skiptast á myndum og hann sendir mér þrjár myndir og ég sendi honum þrjár myndir og þá slitnar sambandið. Eins og hann hafi blokkað mig eða strokað út prófílinn sinn, hann bara hvarf, og þá leið mér eins og ég hafi hlaupið fyrsta apríl,“ útskýrir Páll Óskar. „Þetta er taktík hjá þeim sem eru með einbeittan brotavilja, þegar þeir eru búnir að fá það sem þeir eru að leita að þá klippa þeir á samskiptin þannig að ég geti ekki gert neitt.“ Glæpsamlegt að deila myndum áfram Hann viti því ekki hver var að verki en ef svo væri myndi hann ekki hika við að kæra. Það var þó ekki fyrr en nýlega sem lög tóku gildi sem gera stafrænt kynferðisofbeldi af þessum toga refsivert. „Lagaumhverfið er komið og þetta er hætt að vera grín,“ segir Páll Óskar. „Við erum á fullu og við erum ennþá að búa til umferðarreglur á internetinu,“ segir Páll sem líkir tilkomu og þróun internetsins við þær breytingar sem urðu þegar bílar leystu hestvagna af hólmi í umferðinni. „Við urðum smám saman að búa til umferðarmenningu og núna í dag vitum við öll hvað rautt, gult, grænt þýðir. Ég held að svona umferðarslys á internetinu sem eru að gerast næstu því á hverjum degi, og það hafa orðið mörg ljót slys á internetinu, þetta verður til þess að við lærum betur inn á internetið og búum til umferðarreglur sem allir skilja og fara eftir. Það verður að gerast,“ Hann fagnar því að nú séu á Íslandi komin lög sem taki á brotum af þessum toga á internetinu. „Þetta gerir þú ekki. Hvernig ég lít út eða í hvernig formi ég er eða hvort ég sé með rass eða ekki, mér finnst þetta ekki vera aðal punkturinn. Aðal punkurinn er að það er einhver gaur þarna sem brýtur trúnað gagnvart mér. Það er glæpsamlegt og það er glæpurinn,“ segir Páll Óskar. Hefur ekkert til að skammast sín fyrir Hann ítrekar að skömmin liggi hjá þeim sem brýtur traustið en ekki þeim sem sýnir það. „Það mega allir taka myndir af sér og senda þeim sem þeir vilja sem einkaskilaboð, sem trúnaðar og traust skilaboð.“ Hann kveðst ekki skilja hvað viðkomandi hafi gegnið til. „Er hann að reyna að fá mig til að skammast mín? Og fyrir hvað þá? Á ég að skammast mín fyrir að vera hommi, á ég að skammast mín fyrir að vera inni á Grindr, á ég að skammast mín fyrir að leita að kynlífi? Á ég að skammast mín fyrir það hvernig ég lít út? Svarið er nei við öllu ofantöldu, ég skammast mín ekki fyrir neitt af þessu, það er ekki til í mér,“ segir Páll Óskar. Hann kveðst hafa á tilfinningunni að málið snúist að einhverju leyti um vald. „Þessi gaur er eitthvað að sýna mér að hann hafi eitthvað vald yfir mér eða sé að reyna að stjórnast í mér af því hann er með einhverjar myndir af mér. Eða að hann sé að reyna að blása upp sitt eigið egó.“ Í öllu falli sé „viðkomandi svikahrappur fáviti,“ að sögn Páls, fáviti sem sé óalandi í mannlegum samskiptum. Hann kveðst hafa vitað í nokkuð langan tíma að myndirnar hafi verið í dreifingu. Í mars á þessu ári hafi myndirnar svo aftur komist í mikla dreifingu eftir að þeim var deilt á SnapChat. „Núna bara í gær sagði ég að nú væri komið mál að linni og af hverju ekki að snúa vörn í sókn. Það fer mér ekki að vera í svona vörn,“ segir Páll Óskar.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent