Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 16:41 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi en Ríkisútvarpið ræddi fyrst við hann. Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær, þar af átta utan sóttkvíar. Um tíu smitanna tengjast með óyggjandi hætti leikskólanum Jörfa í Reykjavík, þar af er eitt barn á leikskólanum smitað. Þóra Björg Gígjudóttir móðir drengsins segir í samtali við Vísi að sonur hennar sé ekki mikið veikur en að nokkur reiði ríki meðal foreldra eftir að í ljós kom að smitin megi rekja til brots á landamærasóttkví. Helgi hafði ekki fengið upplýsingar um að fleiri hafi greinst með veiruna á leikskólanum nú á fimmta tímanum. Það sé þó viðbúið að fleiri smitist eftir að niðurstöður úr skimun liggi fyrir. Allt starfsfólk leikskólans, foreldrar og börn eru í sóttkví og fara einnig í sýnatöku. Líkt og áður segir greindist starfsmaður á Jörfa með veiruna á föstudag en hann fór veikur heim úr vinnu á fimmtudag. Nú hefur komið í ljós að starfsmaðurinn virðist ekki hafa borið smitið inn á leikskólann heldur smitast þar sjálfur. Annar starfsmaður, sem nú hefur greinst með Covid, hafi mætt með einkenni til vinnu dagana áður. „En manni sýnist á öllu miðað við hvað þetta sprakk svona út í gær að líkur séu á að þetta hafi verið eitthvað að malla í seinustu viku,“ segir Helgi. „Ég veit að leikskólinnn fór algjörlega eftir viðmiðum sem sóttvarnayfirvöld setja en það má segja að þetta sé enn frekari brýning til okkar að starfsfólk og börn sem finni fyrir sjúkdómseinkennum komi ekki til vinnu eða skóla.“ Sem stendur eru aðeins staðfest kórónuveirusmit á tveimur skólum í Reykjavík; Jörfa og Sæmundarskóla. Þar greindist nemandi í 2. bekk, sem er barn starfsmanns á Jörfa, með veiruna og árgangurinn allur auk starfsfólks kominn í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira