Sjö brot gegn sóttkví og einangrun: Grunur um að sá sem kom af stað hópsmiti hafi virt einangrun að vettugi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2021 18:28 Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafi bæði brotið gegn skyldu um sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15