Sjö brot gegn sóttkví og einangrun: Grunur um að sá sem kom af stað hópsmiti hafi virt einangrun að vettugi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2021 18:28 Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. Vísir/Vilhelm Grunur leikur á að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafi bæði brotið gegn skyldu um sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Frá áramótum hafa 380 tilkynningar borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um mögulegt brot gegn sóttvarnarreglum. „Þetta eru brot á einangrun og sóttkví og svo sóttvörnum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla kanni allar ábendingar sem berist. Sjö brot gegn sóttkví og einangrun hafa verið skráð frá áramótum. Tveir eru grunaðir um að hafa brotið skyldur sínar í sóttkví, fjórir um að hafa ekki farið í sóttkví og einn um að hafa ekki verið í einangrun þrátt fyrir staðfest smit. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögregla bregðist við öllum tilkynningum um brot gegn sóttvarnalögum.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Átti að vera í einangrun Heimildir fréttastofu herma að sá sem kom af stað hópsmiti á leikskólanum Jörfa, þar sem 36 smit hafa verið staðfest, sé grunaður um að hafa brotið gegn skyldu sinni að fara í sóttkví við komuna til landsins um síðustu mánaðarmót og einnig eftir að hann hafði verið greindur með sjúkdóminn í seinni sýnatöku og átti að vera í einangrun. Guðmundur Páll segir lögreglu hafa brugðist við um leið og grunur vaknaði um að smitaður einstaklingur væri ekki í einangrun. „Við gripum bara í taumana um leið og við fréttum af þessu,“ segir Guðmundur Páll en þá virðast smitin hafa verið búin að dreifa sér. Öll smitin sem greindust um helgina tengjast tveimur aðilum sem komu hingað til lands og fylgdu ekki reglunum með þeim afleiðingum að yfir hundrað fjölskyldur eru komnar í sóttkví. Í viðtali á Vísi í dag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ljóst að Íslendingar af erlendu bergi brotnir ættu í meiri erfiðleikum með að halda sóttkvíarreglurnar en aðrir. Finna þurfi leið til að takast á við vandann. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra benti á það á upplýsingafundi almannavarna í dag að fólk ætti ekki að dæma alla eftir hegðun fárra, þó sú hegðun hafi miklar afleiðingar. Guðmundur Páll segir að allir sem brotið hafa sóttkví og einangrun séu kallaðir í skýrslutöku „um leið og fólkið má fara út úr húsi og síðan fer þetta mál bara til ákærusviðs og í sekt.“ 33 brot gegn sóttvörnum hafa verið skráð frá áramótum. Slík brot fela aðallega í sér brot á sóttvarnalögum, til dæmis þar sem skemmti- eða veitingastaðir fylgja ekki reglunum eða of fjölmennir hópar koma saman miðað við reglugerð stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29 Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ekki tekist að byggja brú til pólska samfélagsins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir stöðuna í samfélaginu þegar kemur að fjölda kórónuveirusmita nú vera ógnvænlega. 19. apríl 2021 11:29
Gripu strax til aðgerða en fengu litlar upplýsingar Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að dæma ekki alla vegna hegðunar fárra, jafnvel þótt sú hegðun hafi alvarlegar afleiðingar. 44 greindust með Covid-19 og má rekja smitin til aðila sem kom hingað til lands og sinnti ekki sóttkví. 19. apríl 2021 12:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent