„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 14:00 Magnús Þór Jónsson er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. vísir/friðrik þór/getty/Christopher Furlong Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“ Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Stofnun ofurdeildarinnar og aðkoma Liverpool að henni virðist hafa lagst illa í stuðningsmenn Liverpool. Klopp sagðist í gær ekki vera neitt sérstaklega hrifinn af fyrirbærinu og James Milner, varafyrirliði Liverpool, tók í sama streng. En hvað þýðingu hefur aðkoma Liverpool að þessari nýju ofurdeild? „Það er erfitt að segja ennþá. Það virðist ansi mikil harka í málunum. Manni sýnist hugmyndin komin býsna langt og margt benda til þess að fjármagnið sé bara nokkuð klárt og liðin tilbúin að hefja keppni eftir nokkra mánuði. Það er risa skref að Liverpool hafi sagt sig frá Evrópukeppnum í fótbolta,“ sagði Magnús við Vísi. „Þar er sagan rík hjá félaginu klúbbnum og í raun alveg rosalega stórt skref að taka að ákveða að fara í einhvers konar millilandakeppni. En miðað við fréttir um að Liverpool sé eitt þeirra sjö félaga sem muni fá 350 milljónir evra á ári fyrir að taka þátt er auðvitað ljóst það er er ansi öflug innkoma í rekstrarumhverfið.“ Stórt skref í átt frá gildum íþróttarinnar Magnús segir að hljóðið í stuðningsmönnum Liverpool sé frekar þungt og þeim finnist félagið hafa gengið gegn gildum sínum. „Hljóðið ræðst auðvitað af því að hér er stærsta skrefið í langan tíma stigið í átt frá gildum íþróttarinnar og inn í þá markaðshyggju sem nú ræður ríkjum. Fólki er misboðið að horfa upp á það að félagið sé í raun sama peningamyllan og menn hafa stundum eignað liðum olíufursta og annarra ofurríkra eigenda. Liverpool er með sterka rót í borgina sem hefur verið grjóthörð verkamannaborg og félagið samofið þeim gildum,“ sagði Magnús. „Liverpool hefur í gegnum áratugina stært sig af því að vera „samfélag“ og öll sú menning eitthvað sem félagið hefur vísað óskaplega mikið til. Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir.“ Klopp er prinsippmaður Magnús segist hafa áhyggjur af því að Klopp gæti hreinlega tekið hatt sinn og staf og yfirgefið Liverpool. „Klopp valdi Liverpool fram yfir mörg félög, meðal annars út af sögunni. Hann hefur nú þegar stigið fram og látið sína skoðun í ljós. Hann er andvígur þessari ákvörðun í grunninn og vill fá fund með eiganda Liverpool augliti til auglitis sem fyrst. Hann er prinsippmaður og gæti hiklaust gengið frá borði. Það mun hann þó ekki gera nema að fá allar staðreyndir upp á borðið,“ sagði Magnús. „Það hlýtur að fara eins með aðra stjóra ensku liðanna. Það virðist þó svolítið horft til Liverpool á annan hátt en annarra liða og stjóra en auðvitað ætti sama spurning að eiga við um stjóra Manchester United og Arsenal allavega.“
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira