Aron segist vera að toppa og fagnar því að komast í erfiðari deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2021 12:00 Aron Pálmarsson leikur með Álaborg í Danmörku næstu þrjú árin. vísir/vilhelm Aron Pálmarsson segir nauðsynlegt fyrir sig að komast í sterkari deild með fleiri erfiðum leikjum en í þeirri spænsku. Hafnfirðingurinn hefur skrifað undir þriggja ára samning við Álaborg og gengur í raðir félagsins frá Barcelona í sumar. Yfirburðir Börsunga heima fyrir eru gríðarlega miklir en spænska úrvalsdeildin má muna sinn fífil fegurri. Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn í fyrradag, í ellefta skiptið í röð, en liðið vinnur nánast alla deildarleiki sína með miklum mun. Danska úrvalsdeildin er mun sterkari en sú spænska og Aron segist þurfa á því að halda að spila fleiri krefjandi leiki. „Það er í raun engin keppni í deildinni hérna. Deildarleikir skipta ekki eins miklu máli því miður. Ég finn að ég þarf á þessu að halda, að fá fleiri stóra leiki. Ég tel mig vera á þeim stað á ferlinum að ég er að toppa og þá vil ég fá að sýna það oftar en í nokkrum leikjum yfir tímabilið og að það sé pressa að standa sig. Það gerist of sjaldan hérna,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason. „Deildin í Danmörku er mjög góð, mjög sterk, og svo er stefnan sett á að fara langt í Evrópu,“ bætti Aron við. Hann segir að hann verði líklega notaður sem leikstjórnandi hjá Álaborg, sérstaklega eftir að Mikkel Hansen kemur sumarið 2022. „Mér finnst líklegt að þeir séu ekki að fara að láta mig og Mikkel berjast um sömu stöðu. Mér finnst líklegra að ég verði meira á miðjunni, allavega þegar hann kemur,“ sagði Aron. „Það er til mikils ætlast af mér, hvort sem það er á miðju eða í skyttu. Ég hef spilað báðar þessar stöður með landsliði og félagsliðum og það skiptir mig ekki máli. En þeir ætlast til að ég skili mínu í hverjum leik. Með því að ná í mig ætla þeir að taka stærra skref í átt að Final Four [í Meistaradeild Evrópu]. Ég tek þeirri áskorun fagnandi.“ Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Hafnfirðingurinn hefur skrifað undir þriggja ára samning við Álaborg og gengur í raðir félagsins frá Barcelona í sumar. Yfirburðir Börsunga heima fyrir eru gríðarlega miklir en spænska úrvalsdeildin má muna sinn fífil fegurri. Barcelona tryggði sér spænska meistaratitilinn í fyrradag, í ellefta skiptið í röð, en liðið vinnur nánast alla deildarleiki sína með miklum mun. Danska úrvalsdeildin er mun sterkari en sú spænska og Aron segist þurfa á því að halda að spila fleiri krefjandi leiki. „Það er í raun engin keppni í deildinni hérna. Deildarleikir skipta ekki eins miklu máli því miður. Ég finn að ég þarf á þessu að halda, að fá fleiri stóra leiki. Ég tel mig vera á þeim stað á ferlinum að ég er að toppa og þá vil ég fá að sýna það oftar en í nokkrum leikjum yfir tímabilið og að það sé pressa að standa sig. Það gerist of sjaldan hérna,“ sagði Aron við Ríkharð Óskar Guðnason. „Deildin í Danmörku er mjög góð, mjög sterk, og svo er stefnan sett á að fara langt í Evrópu,“ bætti Aron við. Hann segir að hann verði líklega notaður sem leikstjórnandi hjá Álaborg, sérstaklega eftir að Mikkel Hansen kemur sumarið 2022. „Mér finnst líklegt að þeir séu ekki að fara að láta mig og Mikkel berjast um sömu stöðu. Mér finnst líklegra að ég verði meira á miðjunni, allavega þegar hann kemur,“ sagði Aron. „Það er til mikils ætlast af mér, hvort sem það er á miðju eða í skyttu. Ég hef spilað báðar þessar stöður með landsliði og félagsliðum og það skiptir mig ekki máli. En þeir ætlast til að ég skili mínu í hverjum leik. Með því að ná í mig ætla þeir að taka stærra skref í átt að Final Four [í Meistaradeild Evrópu]. Ég tek þeirri áskorun fagnandi.“
Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira