Sveindís strax að verða of góð fyrir Svíþjóð Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 13:46 Sveindís Jane Jónsdóttir lék vináttulandsleikina tvo gegn Ítalíu 10. og 13. apríl og var svo á skotskónum með Kristianstad á sunnudaginn. Getty/Matteo Ciambelli Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar í úrvalsliði 1. umferðar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hjá mest lesna miðli Svíþjóðar, Aftonbladet. Sveindís skoraði í fyrsta leik sínum sem atvinnumaður, í 1-1 jafntefli Kristianstad við Eskilstuna um helgina. Markið má sjá hér að neðan. Það tók Sveindísi Jane Jónsdóttur ekki langan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir @KDFF1998 í sænsku úrvalsdeildinni! pic.twitter.com/duS3H55Qof— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 18, 2021 Í umsögn Aftonbladet er Sveindísi lýst sem „íslenskum táningi sem brátt verður of góður fyrir þessa deild“ og hún lofuð í hástert. „Besti leikmaður fyrstu umferðar? Ef þú hefur velt því fyrir þér hvort hún standi undir „hæpinu“ þá getur þú horft á 90 mínúturnar sem þessi 19 ára Íslendingur spilaði gegn Eskilstuna. Sveindís er sú gerð af framherja sem allir vilja vera eða hafa en virðist ómögulegt að ná,“ segir í umsögninni um Sveindísi. Glódís ein sú vanmetnasta í deildinni Glódís er önnur tveggja varnarmanna Rosengård sem komast í úrvalsliðið, eftir 1-0 útisigur Rosengård á Linköping þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Therese Simonsson og Uchenna Kanu urðu að játa sig sigraðar gegn Glódísi, jafnvel þó að Linköping hafi í raun verið sterkari aðilinn á löngum köflum, að mati Aftonbladet: „Ástæðan er sú að einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar lokaði vörninni enn á ný. Svona svona, Simonsson og Kanu, það var ekki svo að þið spiluðuð illa heldur var Glódís bara svona góð,“ segir í grein blaðsins. Sænski boltinn Tengdar fréttir Dramatískur sigur hjá Glódísi Perlu á meðan lítið gekk upp hjá strákunum Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu í dag. Rosengård vann dramatískan sigur á Linköping en karla megin var enginn Íslendingur í sigurliði. 18. apríl 2021 17:26 Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik. 18. apríl 2021 15:00 Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. 17. apríl 2021 10:46 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Sveindís skoraði í fyrsta leik sínum sem atvinnumaður, í 1-1 jafntefli Kristianstad við Eskilstuna um helgina. Markið má sjá hér að neðan. Það tók Sveindísi Jane Jónsdóttur ekki langan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir @KDFF1998 í sænsku úrvalsdeildinni! pic.twitter.com/duS3H55Qof— Stöð 2 Sport (@St2Sport) April 18, 2021 Í umsögn Aftonbladet er Sveindísi lýst sem „íslenskum táningi sem brátt verður of góður fyrir þessa deild“ og hún lofuð í hástert. „Besti leikmaður fyrstu umferðar? Ef þú hefur velt því fyrir þér hvort hún standi undir „hæpinu“ þá getur þú horft á 90 mínúturnar sem þessi 19 ára Íslendingur spilaði gegn Eskilstuna. Sveindís er sú gerð af framherja sem allir vilja vera eða hafa en virðist ómögulegt að ná,“ segir í umsögninni um Sveindísi. Glódís ein sú vanmetnasta í deildinni Glódís er önnur tveggja varnarmanna Rosengård sem komast í úrvalsliðið, eftir 1-0 útisigur Rosengård á Linköping þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Therese Simonsson og Uchenna Kanu urðu að játa sig sigraðar gegn Glódísi, jafnvel þó að Linköping hafi í raun verið sterkari aðilinn á löngum köflum, að mati Aftonbladet: „Ástæðan er sú að einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar lokaði vörninni enn á ný. Svona svona, Simonsson og Kanu, það var ekki svo að þið spiluðuð illa heldur var Glódís bara svona góð,“ segir í grein blaðsins.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Dramatískur sigur hjá Glódísi Perlu á meðan lítið gekk upp hjá strákunum Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu í dag. Rosengård vann dramatískan sigur á Linköping en karla megin var enginn Íslendingur í sigurliði. 18. apríl 2021 17:26 Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik. 18. apríl 2021 15:00 Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. 17. apríl 2021 10:46 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Dramatískur sigur hjá Glódísi Perlu á meðan lítið gekk upp hjá strákunum Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu í dag. Rosengård vann dramatískan sigur á Linköping en karla megin var enginn Íslendingur í sigurliði. 18. apríl 2021 17:26
Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik. 18. apríl 2021 15:00
Frumraun Sveindísar sem beðið er með mikilli eftirvæntingu í beinni Metfjöldi íslenskra leikmanna leika í sænsku úrvalsdeildinni sem hefst um helgina. Stöð 2 Sport sýnir beint frá fyrsta leik Sveindísar Jane Jónsdóttur með Kristianstad á morgun. 17. apríl 2021 10:46