Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 20:13 Þórólfur Guðnason var ekki viðstaddur blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar aðgerðir á landamærunum voru boðaðar. Hann var þó á staðnum í mars þegar hertar aðgerðir innanlands voru kynntar til leiks. Með honum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent