Þórólfur segir breytingar taka á vandanum við landamærin Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 20:13 Þórólfur Guðnason var ekki viðstaddur blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar aðgerðir á landamærunum voru boðaðar. Hann var þó á staðnum í mars þegar hertar aðgerðir innanlands voru kynntar til leiks. Með honum er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lýsir yfir ánægju með breyttar ráðstafanir á landamærunum, sem ríkisstjórnin boðaði á blaðamannafundi fyrr í dag. Í þeim felst að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir án undantekninga til dvalar á sóttkvíarhóteli þegar ný lög hafa hlotið samþykki. Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Sóttvarnalæknir hafði kallað eftir hertari reglum á landamærunum. „Þetta slær mig bara ágætlega. Þetta er í takt við það sem ég hef verið að tala um,“ sagði Þórólfur í Kastljósi í kvöld. „Ég held að þetta séu nokkuð róttækar tillögur. Auðvitað eigum við eftir að sjá hver útfærslan verður í meðhöndlun þingsins en ég held að þetta sé í takt við það sem við höfum verið að tala um undanfarið.“ Sóttvarnir við landamærin hafa að mati sóttvarnalæknis ekki verið fullnægjandi frá því að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði að allsherjarskylda fyrir alla á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Síðan hefur dvölin verið valkvæð. „Mér sýnist þetta taka á þeim vandamálum sem við höfum verið að etja við og því áhættumati sem almannavarnadeildin hefur gert á landamærunum undanfarið. Ég held að þetta nái yfir það eins og staðan er núna.“ Enn munu langflestir eiga kost á að sleppa við dvöl á sóttkvíarhóteli en þá þarf að sýna fram á „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði“ til sóttkvíar. Auk þessara ráðstafana stendur til að veita dómsmálaráðherra heimild til að banna ónauðsynlegar ferðir frá ákveðnum hááhættusvæðum. Um þá heimild sagði sóttvarnalæknir: „Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta ekki heimild sem yrði notuð mjög oft.“ Öllum takmörkunum aflétt þegar stærsti hluti fullorðinna hefur fengið sprautu Stjórnvöld boðuðu á fundinum í dag drög að afléttingaráætlun hér á landi samfara hærra hlutfalli bólusettra hér á landi. „Þetta er djörf yfirlýsing en ég hef kallað lengi eftir svona stefnu og mér líst bara vel á þetta. Auðvitað getur margt breyst. Það getur breyst hvernig bóluefnin verða, hvernig ný afbrigði af veirunni verða og svo framvegis. Eins og staðan hefur verið undanfarið höfum við verið að fá meira af bóluefni en var gert ráð fyrir,“ sagði Þórólfur. Samkvæmt ríkisstjórninni kann að vera hægt að aflétta öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands í júní, eða um leið og búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni. „Ég hef verið að miða við dreifingaráætlun við fyrirtækjum og hef engar athugasemdir við að stjórnvöld skuli vera djarfari í sínum yfirlýsingum. Mér finnst það fyllilega ásættanlegt fyrir mína parta og í raun og veru bara nauðsynlegt að þau geri það,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24 Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 20. apríl 2021 19:24
Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. 8. apríl 2021 11:18