„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. apríl 2021 13:31 Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson ræddi við Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs. Börn og uppeldi Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira
Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs.
Börn og uppeldi Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Sjá meira